Fara í innihald

Vesturgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjómannsbýli við Vesturgötu árið 1836, sennilega kotið Helluland sem stóð norðan við Vesturgötu 11 nálægt þeim stað sem áður var veitingahúsið Naustið. Teikning eftir Auguste Mayer
Vesturgata seint á 19. öld til 1900.
Vesturgata 3

Vesturgata er gata í vesturbæ Reykjavíkur. Hún liggur frá Aðalstræti í austri til Ánanausta í vestri. Flest húsin við hana eru íbúðarhús, en þar eru einnig nokkur fyrirtæki. Hámarkshraði er 30 km/klst.

Vesturgata heitir svo vegna þess að hún liggur í vesturátt frá miðbænum, en hét áður Hlíðarhúsastígur, eftir kotinu Hlíðarhúsum sem forðum stóð við hana. Seinna hét hún Læknisgata, sem kom til vegna húss sem landlæknir bjó í og stóð á Hlíðarhúsavelli (nú Ránargata 13). Læknisgötunafnið varð Vesturbæingum þó aldrei munntamt. Þeir kölluðu hana alltaf Hlíðarhúsastíg, eða Stíginn, og Vesturgötu nafnið átti líka örðugt uppdráttar, því að langt fram yfir aldamótin 1900 töluðu menn um að fara vestur á Stíg.

  • Glasgow, húsið sem stóð við Vesturgötu (5A).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.