Sláturfélag Suðurlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sláturfélag Suðurlands (skammstafað sem SS) er íslenskt sláturfélag. Var það stofnað við Þjórsárbrú þann 28. janúar árið 1907 af 565 stofnendum.[1] Ein þekktasta vara fyrirtækisins eru SS-pylsur.

Helsti stofnandi var Tómas Tómasson sem hafði lært slátrun í Kaupmannahöfn og var fyrsti faglærði slátrarinn á Íslandi. Sláturfélagið reisti nýtískulegt sláturhús við Lindargötu í Reykjavík við stofnun. Árið 1913 byggði félagið frystihús með kælibúnaði til kjötgeymslu og var það fyrsta slíka frystihús til kjötgeymslu með vélbúnaði á landinu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.