Fara í innihald

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurður Þorsteinsson
Persónulegar upplýsingar
Fæðingardagur8. júlí 1988 (1988-07-08) (37 ára)
Ísafjörður, Ísland
Hæð205 cm (6 ft 9 in)
Þyngd110 kg (243 lb)
Körfuboltaferill
LandsliðÍsland (2007–2019
Leikferill2001–2024
LeikstaðaMiðherji
Liðsferill
2001–2006KFÍ
2006–2011Keflavík
2011–2014Grindavík
2014–2015Solna Vikings
2015–2016Machites Doxas Pefkon
2016–2017Gymnastikos Larissa
2017–2018Grindavík
2018–2020ÍR
2020–2021Höttur
2021–2023Tindastóll
2023–2024Vestri

Sigurður Gunnar Þorsteinsson (fæddur 8. júli 1988) er íslenskur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann varð fjórvegis Íslandsmeistari í körfuknattleik, fyrst með Keflavík árið 2008 og síðar með Grindavík, árin 2012 og 2013, og Tindastól árið 2023. Auk þess að leika á Íslandi, lék Sigurður sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi.[1]

Á árunum 2007 til 2019 lék hann 58 leiki með Íslenska landsliðinu.

Árið 2025 var Sigurður kosinn formaður Héraðssambands Vestfjarða.[2]

  • Íslandsmeistari (4): 2008, 2012, 2013, 2023
  • Bikarmeistari (4): 2008, 2011-2013
  • Meistarakeppni karla (4): 2008, 2011-2013
  • Fyrirtækjabikarssmeistari (2): 2006, 2011

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Fjórfaldur Íslandsmeistari hættur“. Morgunblaðið. 13 maí 2024. Sótt 28 maí 2025.
  2. „Ársþing HSV – Nýr formaður“. Bæjarins besta. 28 maí 2025. Sótt 28 maí 2025.