Sigríður Sigurjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Sigurjónsdóttir (f. 27. september 1960) er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og varaformaður Málnefndar um íslenskt táknmál.

Sigríður Sigurjónsdóttir
Fædd27. september 1960
StörfPrófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Sigríður lauk B.A.-prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands árið 1984, cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði í febrúar 1987 frá sama skóla og doktorsprófi í hagnýtum málvísindum frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) árið 1992.[1] Árið 1993 gegndi hún starfi nýdoktors við Málvísindastofnun Háskólans í Utrecht í Hollandi en var ráðin til Háskóla Íslands 1. janúar 1994 þar sem hún hefur starfað síðan, fyrst sem lektor, síðan dósent og loks sem prófessor frá 2010.[2]

Rannsóknir Sigríðar hafa einkum beinst að máltöku barna og hún hefur skrifað fjölda greina í íslensk og erlend rit[3] um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls[4][5][6][7][8][9][10], auk þess sem hún hefur rannsakað afturbeygð fornöfn í máltöku færeyskra og hollenskra barna. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á setningafræðilegum málbreytingum í íslensku nútímamáli. Sigríður og samstarfsmaður hennar, Joan Maling(en) málfræðingur og yfirmaður málfræðideildar National Science Foundation, stóðu fyrir fyrstu kerfisbundnu rannsókninni á nýrri setningagerð í íslensku veturinn 1999-2000, sem vakið hefur mikla athygli málfræðinga.[11] Um er að ræða setningafræðilega nýjung í íslensku sem nefnd hefur verið nýja ópersónulega setningagerðin eða nýja þolmyndin, þ.e. setningar eins og t.d.: Svo var bara valið mig og Það var strítt stelpunni, sem eru algengar í máli yngra fólks í dag. Sigríður og Joan hafa rannsakað setningafræðileg einkenni, útbreiðslu og félagslega dreifingu þessarar setningagerðar og unnið að rannsóknum á henni æ síðan.[12][13][14][15][16][17]

Um þessar mundir rannsakar Sigríður aðallega áhrif ensku á íslensku í gegnum stafræna miðla og snjalltæki en hún stýrir ásamt Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus alþjóðlega rannsóknarverkefninu: Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis, sem hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs Íslands árið 2016.[18] Um er að ræða viðamikla rannsókn á áhrifum stafrænna miðla og snjalltækja á málumhverfi, málnotkun, málkunnáttu og viðhorf Íslendinga til íslensku og ensku[19][20][21] sem vakið hefur athygli í íslenskum[22][23][24] og erlendum fjölmiðlum[25][26] Hún situr einnig í stjórn rannsóknarverkefnis sem Helga Hilmisdóttir, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrir 2018-2021 á íslensku unglingamáli.[27]

Sigríður hefur sinnt ýmsum störfum innan og utan háskólasamfélagsins. Sem dæmi má nefna að hún sat í stjórn Íslenskrar málnefndar 1998-2008 (varaformaður nefndarinnar 2002-2006), var formaður Íslenska málfræðifélagsins 1997-2001, forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands 2006-2010, formaður fagráðs hug- og félagsvísinda Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2015-2017 og formaður námsbrautar í íslensku 1998-2000 og 2014-2016. Hún hefur einnig tekið þátt í námskrárvinnu í íslensku fyrir grunnskóla, unnið að þróun viðmiðaramma fyrir lokapróf í íslensku á framhaldsskólastigi, tók þátt í að móta og semja íslenska málstefnu Íslenska til alls sem samþykkt var á Alþingi 12. mars 2009 og sat í stjórn Samtaka móðurmálskennara 1994-1996 þar sem hún situr aftur nú sem fulltrúi háskólastigsins 2018-2021.[2] Þá er Sigríður í ritstjórnum tímaritanna: Nordic Journal of Linguistics[28] og Journal of Comparative Germanic Linguistics.[29]

Æska og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Sigríðar eru Sigurjón Hreiðar Gestsson, háloftaathugunarmaður á Veðurstofu Íslands (1930), og Inga Guðrún Gunnlaugsdóttir, sjúkraliði (1930-2015). Sigríður ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1979. Hún er gift Eiríki Steingrímssyni[30], prófessor í erfðafræði við læknadeild Háskóla Íslands, og eiga þau tvær dætur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sigurjónsdóttir, Sigríður. 1993. Binding in Icelandic: Evidence from Language Acquisition. UCLA Uorking Papers in Psycholinguistics, 2. Dept. of Linguistics, UCLA. (UCLA Ph.D. thesis from 1992)
 2. 2,0 2,1 „Ferilskrá – Sigríður Sigurjónsdóttir“ (PDF). Sótt 5. júní 2019.
 3. Sigríður Sigurjónsdóttir. Ritaskrá. Sótt 5. júní 2019.
 4. Sigríður Sigurjónsdóttir. 2019. Ljáðu mér eyra: Framtíð íslenskunnar og málumhverfi ungra barna. Skírnir 193 (vor): 47-67.
 5. Sigríður Sigurjónsdóttir. 2013. Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki. Í Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton (ritstj.): Chomsky: Mál, sál og samfélag, bls. 107-127. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
 6. Sigurjónsdóttir, Sigríður. 2013. The Acquisition of Reflexives and Pronouns by Faroese Children. In Misha Becker et al. (eds.): Generative Linguistics and Acquisition. Studies in honor of Nina M. Hyams, pp. 131-156. [Language Acquisition and Language Disorders 54.] John Benjamins, Amsterdam.
 7. Sigríður Sigurjónsdóttir. 2008. „Hvernig viltu dúkku?“ Tilbrigði í máltöku barna. Ritið 8(3):35-51.
 8. Sigríður Sigurjónsdóttir. 2005. Máltaka og setningafræði. Í Höskuldur Þráinsson (ritstjóri og aðalhöfundur): Íslensk tunga III, Handbók um setningafræði, bls. 636-655. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
 9. Reuland, Eric & Sigríður Sigurjónsdóttir. 1997. Long Distance 'Binding' in Icelandic: Syntax or Discourse? In Hans Bennis et al. (eds.): Atomism and Binding, pp. 323-340. Foris, Dordrecht.
 10. Sigurjónsdóttir, Sigríður & Nina Hyams. 1993. Reflexivization and Logophoricity: Evidence from the Acquisition of Icelandic. Language Acquisition 2:359-413.
 11. Kristín Sigurðardóttir og Birgir Þór Harðarson. (2019, 8. apríl). „Síðan var borðað kökuna“ sýnir kynslóðabil. RÚV. Sótt 5. júní 2019.
 12. Sigurjónsdóttir, Sigríður & Joan Maling. 2019. From Passive to Active: Diachronic Change in Impersonal Constructions. In Peter Herbeck, Bernhard Pöll & Anne C. Wolfsgruber (eds.): Semantic and syntactic aspects of impersonality, Linguistische Berichte Sonderheft 26:99-124.
 13. Sigríður Sigurjónsdóttir. 2017. Nýja þolmyndin nú og þá: Samanburður tveggja kannana. Í Höskuldur Thráinsson o.fl. (ritstj.): Tilbrigði í íslenskri setningagerð III, kafli 26, bls. 241-272. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
 14. Maling, Joan & Sigríður Sigurjónsdóttir. 2015. From passive to active: Stages in the Icelandic New Impersonal. In Theresa Biberauer & George Walkden (eds.): Syntax over Time: Lexical, Morphological, and Information-Structural Interactions, pp. 36-53. [Oxford Studies in Diachronic & Historical Linguistics.] Oxford University Press, Oxford.
 15. Maling, Joan & Sigríður Sigurjónsdóttir. 2002. The "New Impersonal" Construction in Icelandic. Journal of Comparative Germanic Linguistics 5(1):97-142.
 16. Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001. „Það var hrint mér á leiðinni í skólann“: Þolmynd eða ekki þolmynd? Íslenskt mál 23:123-180.
 17. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað? Sótt 5. júní 2019.
 18. Molicodilaco – Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact. (e.d.). Íslenska. Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Sótt 5. júní 2019.
 19. Háskóli Íslands. (2018, 27. september). Sirí og Alexa og framtíð íslenskunnar. Sótt 5. júní 2019.
 20. Þórunn Kristjánsdóttir. (2018, 9. mars). Yngra fólkið kýs að tala ensku frekar en íslensku. mbl.is. Sótt 5. júní 2019.
 21. Háskóli Íslands. (2016). Áhrif stafrænnar tækni á íslensku rannsökuð. Sótt 5. júní 2019.
 22. Kristín Sigurðardóttir. (2019, 9. mars). 58% byrja að nota netið fyrir 2ja ára aldur. Sótt 5. júní 2019.
 23. Arnhildur Hálfdánardóttir. (2018, 4. október). Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða Geymt 20 september 2021 í Wayback Machine. RÚV. Sótt 5. júní 2019.
 24. Kristín Ólafsdóttir. (2018, 2. mars). Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni. visir.is. Sótt 5. júní 2019.
 25. Språkråded. (2019). Tospråklige kids – eller dårlige i både engelsk og norsk? Sótt 5. júní 2019.
 26. Zublin, F. (2018, 9. júlí). Iceland fights to protect its native tongue from Siri. OZY.com Geymt 5 júní 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júní 2019.
 27. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d). Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum. Sótt 5. júní 2019.
 28. Nordic Journal of Linguistics. (e.d.). Editorial board. Sótt 5. júní 2019.
 29. The Journal of Comparative Germanic Linguistics. Editorial board. Sótt 14. apríl 2020.
 30. Vísindavefurinn. (2018). hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað? Sótt 5. júní 2019.