Forgjöf
Útlit
Forgjöf er sú aðferð í íþróttum og leikjum að gefa forskot á stig eða tíma til að jafna möguleika keppenda á sigri. Stundum er þetta gert til að jafna stöðu reyndra og óreyndra keppenda, eins og í golfi, eða milli keppenda með ólíkan keppnisbúnað, eins og í siglingum. Forgjafarkerfi af ýmsum toga eru notuð í gó, skák, krokkett, golfi, keilu, póló, körfubolta, sumum frjálsíþróttagreinum og siglingum.