Sherlock Holmes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sherlock Holmes á mynd eftir Sidney Paget frá 1904

Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthur Conan Doyle. Holmes er leynilögreglumaður sem beitir athugunum, réttarvísindum og rökleiðslu sem er á mörkum þess að vera yfirskilvitleg, til að rannsaka mál fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þar á meðal bresku rannsóknarlögregluna Scotland Yard.

Fyrsta sagan um Sherlock Holmes sem birtist á prenti var skáldsagan Morðið í Lauristonsgarðinum (A Study in Scarlet) en sögurnar um hann náðu fyrst vinsældum sem röð smásagna í tímaritinu The Strand Magazine. Fyrsta sagan sem birtist þar var Hneyksli í Bæheimi (A Scandal in Bohemia) árið 1891. Nýjar sögur um Holmes eftir Doyle héldu áfram að birtast til 1927. Smásögur Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes eru nákvæmlega 56 og fjórar stórar skáldsögur fjalla eingöngu um ævintýri Holmes. Allar nema ein gerast á Viktoríutímanum eða Játvarðstímanum milli 1880 og 1914. Í flestum sögunum er vinur og ævisagnaritari Holmes, Watson læknir, sögumaður. Oftast er þeim lýst sem sambýlismönnum í Baker-stræti 221B í London, þar sem margar af sögunum gerast.

Sherlock Holmes var ekki fyrsti þekkti leynilögreglumaður bókmenntanna, en hann er án efa sá frægasti. Heimsmetabók Guinness telur hann vera þá sögupersónu sem oftast hefur birst í kvikmyndum.[1] Vinsældir Holmes hafa orðið til þess að margir telja hann hafa verið raunverulega persónu[2], og mörg aðdáendafélög ganga út frá því. Holmes er líka áberandi sem táknmynd fyrir breska menningu. Sögurnar um hann hafa haft mikil áhrif á glæpasöguritun og alþjóðlega dægurmenningu í heild sinni. Bæði upprunalegu sögurnar eftir Doyle og sögur um Sherlock Holmes eftir aðra höfunda hafa orðið efni leikrita, útvarps- og sjónvarpsþátta, kvikmynda og tölvuleikja í meira en 100 ár.

Fyrirmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti leynilögreglumaður bókmenntanna er almennt talinn vera C. Auguste Dupin í sögum Edgar Allan Poe. Hann varð fyrirmynd margra slíkra sögupersóna, þar á meðal Sherlock Holmes. Doyle leit svo á að leynilögreglusögur Poe væru rótin að öllum leynilögreglubókmenntum sem á eftir komu. Sögur Émile Gaboriau um Monsieur Lecoq nutu líka mikilla vinsælda þegar Doyle hóf að skrifa sögurnar um Sherlock Holmes. Í upphafi Morðsins í Lauristonsgarðinum er vísað til bæði Dupin og Lecoq.

Doyle sagði oft að fyrirmyndin að Sherlock Holmes hefði verið Joseph Bell, skurðlæknir við Royal Infirmary of Edinburgh, sem hann kynntist árið 1877 og vann fyrir sem ritari. Bell var þekktur fyrir að draga víðtækar ályktanir út frá smáatriðum. Hann skrifaði Doyle síðar bréf þar sem hann sagði „Þú ert sjálfur Sherlock Holmes, og veist það vel.“ Sir Henry Littlejohn, yfirmaður réttarlæknisfræði í læknadeild Edinborgarháskóla hefur líka verið nefndur sem fyrirmynd að því hvernig Holmes notar réttarlæknisfræði til að leysa sakamál.

Aðrar mögulegar fyrirmyndir eru Francis „Tanky“ Smith, lögreglumaður og meistari í notkun dulargerva, sem síðar varð fyrsti leynilögreglumaður Leicester. Eins er hugsanlegt að Doyle hafi lesið Maximilien Heller eftir franska rithöfundinn Henry Cauvain sem kom út 1871. Leynilögreglumaður Cauvain er þunglyndur, andfélagslyndur, fjölfróður, býr í París, elskar ketti og reykir ópíum.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Kápa Beeton's Christmas Annual 1887.

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Smásagnasöfn[breyta | breyta frumkóða]

„A Scandal in Bohemia“ („Hneykslið í Bæheimi“/„Konungur Bæheims í vanda staddur“), „The Adventure of the Red-Headed League“ („Rauðkollafélagið“), „A Case of Identity“ (“Tvífarinn”), „The Boscombe Valley Mystery“ („Morðið á tjarnarbakkanum“), „The Five Orange Pips“ („Glóaldinskjarnarnir“), „The Man with the Twisted Lip“ („Betlarinn með vararskarðið“), „The Adventure of the Blue Carbuncle“ („Blái gimsteinninn“), „The Adventure of the Speckled Band“ („Margliti borðinn“), „The Adventure of the Engineer's Thumb“ („Þumalfingur vélfræðingsins“), „The Adventure of the Noble Bachelor“ („Brúðarhvarfið“/„Týnda brúðurin“/„Piparsveinninn ættgöfugi“), „The Adventure of the Beryl Coronet“ („Hlaðið“), „The Adventure of the Copper Beeches“ („Ævintýri kennslukonunnar“).
  • The Memoirs of Sherlock Holmes, sögur útgefnar í The Strand 1892–1893 (ísl. þýð. Afrek Sherlock Holmes 1948)
„The Adventure of Silver Blaze“ („Veðreiða-Blesi“), „The Adventure of the Cardboard Box“, „The Adventure of the Yellow Face“ („Bleika andlitið“/„Gula andlitið“), „The Adventure of the Stockbroker's Clerk“ („Ævintýri bankaþjónsins“), „The Adventure of the Gloria Scott“ („Rottan“/„Gloria Scott“), „The Adventure of the Musgrave Ritual“ („Helgisiðabók Musgrave-ættarinnar“), „The Adventure of the Reigate Squire“ („Morð ökumannsins“), „The Adventure of the Crooked Man“ („Krypplingurinn“), „The Adventure of the Resident Patient“ („Ævintýri taugalæknisins“), „The Adventure of the Greek Interpreter“ („Gríski túlkurinn“), „The Adventure of the Naval Treaty“ („Verðmæta skjalið“), „The Final Problem“ („Lokaþáttur“).
„The Adventure of the Empty House“ („Auða húsið“), „The Adventure of the Norwood Builder“ („Húsameistarinn frá Norwood“), „The Adventure of the Dancing Men“ („Dansmennirnir“), „The Adventure of the Solitary Cyclist“ („Maðurinn á reiðhjólinu“), „The Adventure of the Priory School“ („Skólasveinninn sem hvarf“), „The Adventure of Black Peter“ („Svarti Pétur“), „The Adventure of Charles Augustus Milverton“ („Óþokkamenni“), „The Adventure of the Six Napoleons“ („Napoleons-brjóstlíkönin sex“), „The Adventure of the Three Students“ („Stúdentarnir þrír“), „The Adventure of the Golden Pince-Nez“ („Nefklemmugleraugun“), „The Adventure of the Missing Three-Quarter“ („Hvarf knattspyrnugarpsins“), „The Adventure of the Abbey Grange“ („Atburðurinn á Klaustursetri“), „The Adventure of the Second Stain“ („Blóðflekkirnir tveir“).
  • His Last Bow: Some Reminiscences of Sherlock Holmes, sögur útgefnar 1908–1917.
„The Adventure of Wisteria Lodge“ (1908, „Tígrisdýrið frá San Pedro“), „The Adventure of the Cardboard Box“ (1892), „The Adventure of the Red Circle“ (1911), „The Adventure of the Bruce-Partington Plans“ (1908), „The Adventure of the Dying Detective“ (1913), „The Disappearance of Lady Frances Carfax“ (1911), „The Adventure of the Devil's Foot“ (1910), „His Last Bow. An Epilogue of Sherlock Holmes“ (1917)
„The Adventure of the Illustrious Client“, „The Adventure of the Blanched Soldier“, „The Adventure of the Mazarin Stone“, „The Adventure of the Three Gables“, „The Adventure of the Sussex Vampire“, „The Adventure of the Three Garridebs“, „The Problem of Thor Bridge“, „The Adventure of the Creeping Man“, „The Adventure of the Lion's Mane“, „The Adventure of the Veiled Lodger“, „The Adventure of Shoscombe Old Place“, „The Adventure of the Retired Colourman“.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sherlock Holmes awarded title for most portrayed literary human character in film & TV“. Guinness World Records (bresk enska). 14. maí 2012. Sótt 5. janúar 2020.
  2. Þorgerður Þorleifsdóttir. „Var Sherlock Holmes til í alvöru?“. Vísindavefurinn 15.6.2007. http://visindavefur.is/?id=6686. (Skoðað 10.3.2012).
  3. Doyle, Arthur Conan (1980). Baskerville hundurinn. Reykjavík: Hólar h.f.
  4. Doyle, Arthur Conan (1911). Ævintýri Sherlock Holmes. Reykjavík: Edda h.f.