Fara í innihald

Serengeti-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Serengeti-þjóðgarðurinn er þjóðgarður við Viktoríuvatn í N-Tansaníu og Kenía. Hann er 15.540 km² og var stofnaður 1951.

Í Serengeti-þjóðgarðinum er gróskumikið graslendi í 900 til 1.800 m hæð yfir sjávarmáli. Hann er einkum þekktur fyrir mikinn breytileika í tegundum og eru þar meðal annars yfir 2 milljónir tegundir plantna og þúsundir grasbíta. Hjarðir grasbíta eru gríðarstórar og eru það m.a. gnýir, gíraffar, sebrahestar, nashyrningar og flóðhestar, en einnig bavíanar, ljón og blettatígrar.