Sebrahestur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sléttusebrinn vegur 175 – 385 kíló.

Sebrahestar (einnig kallaðir sebradýr) eru hófdýr og grasbítar af hestaætt. Helsta einkenni þeirra eru ljósar og dökkar rendur sem þekja allan skrokkinn. Sebrahestar eru algengastir um miðbik Afríku og í henni austanverðri og sunnanverðri, einkum á gresjum, en sumir sebrahestar lifa þó í fjalllendi.

Tegundir sebrahesta[breyta | breyta frumkóða]

 • Nú finnast þrjár tegundir af sebrahestum:

Greifasebri (Equus grevyi)[breyta | breyta frumkóða]

Greifasebrar eru stærstu sebrahestarnir, nálægt 150 sentimetrar á herðakamb og 400 kíló á þyngd. Þeir finnast einkum í Kenía. Þeir þola vel þurrt loftslag.[1][2][3][4]

Fjallasebri (Equus zebra)[breyta | breyta frumkóða]

Þessi tegund skiptist í tvær deilitegundir: Höfðasebri (Equus zebra zebra) er lágvaxinn og fáséður. Hartmannssebri (Equus zebra hartmanni) er stærri og nokkru algengari.[5][6][7][8]

Sléttusebri (Equus burchelli)[breyta | breyta frumkóða]

Sléttusebrinn heldur sig á sléttum í austanverðri Afríku, frá Súdan í norðri og allt til Suður-Afríku. Hann er á stærð við smávaxinn hest. Ljón veiða oft sléttusebra.[9][10][11][12]

 • Fáeinar aðrar tegundir af sebrahestum eru útdauðar. Mest er vitað um þessa:

Kvaggi (Equus quagga)[breyta | breyta frumkóða]

Kvaggar voru nokkuð frábrugðnir öðrum sebrahestum og útbreiddir um alla Suður-Afríku. Á ofanverðri 19. öld liðu þeir undir lok, mest vegna ofveiði. Reynt hefur verið með kynbótum að endurgera þetta dýr, en árangur er umdeildur.[13][14][15]

Rendurnar á sebrahestum[breyta | breyta frumkóða]

Því er haldið fram, að engir tveir sebrahestar hafi nákvæmlega eins rendur. Þær hafa orðið mörgum umhugsunarefni.[16][17][18][19] Þrjár kenningar hafa einkum verið settar fram um gagnsemi þess fyrir sebrahesta að hafa rendurnar:

 • Þær geri rándýrum erfiðara að sjá bráðina.
 • Þær gegni félagslegu hlutverki og auðveldi þeim að þekkja einstök dýr í hópnum.
 • Þær rugli hættulegar mýflugur, svo að þær stingi ekki.

Ýmislegt[breyta | breyta frumkóða]

 • Sebrahestur getur náð 55 kílómetra hraða á klukkustund, þegar hann sprettir úr spori. Hann þykir þrekmikill og úthaldsgóður.
 • Ekki er útilokað að temja sebrahesta, en fáum hefur tekist það, því að þeir eru að eðlisfari styggir og bregðast á svipstundu við öllu áreiti.[20]
 • Sebrahestur og hryssa af venjulegu hestakyni geta átt afkvæmi saman. Það geta sebrahestur og asna einnig gert (sebraasni). Hvort tveggja er mjög óalgengt úti í náttúrunni en getur gerst í dýragörðum eða með beinni ræktun. Slíkir blendingar eru viðráðanlegri til notkunar en sebrahestar.[21]
 • Sebrahestar í dýragörðum geta orðið fertugir að aldri.
 • Sebrahestar eiga sess í listsköpun.[22]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hollingshead, Alexis J. @ University of Michigan Museum of Zoology: Equus grevyi. Skoðað 20. október 2010.
 2. Myndir af greifasebrum @ Wikimedia Commons. Skoðað 21. október 2010.
 3. Equus grevyi @ Wikispecies. Skoðað 21. október 2010.
 4. Wilson & Reeder's Mammal Species of the World: Equus grevyi Geymt 3 júní 2010 í Wayback Machine. Skoðað 21. október 2010.
 5. Walker, Martha @ University of Michigan Museum of Zoology: Equus zebra. Skoðað 20. október 2010.
 6. Myndir af fjallasebrum @ Wikimedia Commons. Skoðað 21. október 2010.
 7. Equus zebra @ Wikispecies. Skoðað 21. október 2010.
 8. Wilson & Reeder's Mammal Species of the World: Equus zebra Geymt 22 maí 2011 í Wayback Machine. Skoðað 21. október 2010.
 9. Colvin & Nihranz @ University of Michigan Museum of Zoology: Equus burchellii. Skoðað 20. október 2010.
 10. Delk, Katie @ Davidson College: Plains Zebra – Equus Burchelli. Skoðað 20. október 2010.
 11. Thaker M, Vanak AT, Owen CR, Ogden MB, Slotow R, 2010 Group Dynamics of Zebra and Wildebeest in a Woodland Savanna: Effects of Predation Risk and Habitat Density. PLoS ONE 5(9): e12758. doi:10.1371/journal.pone.0012758. Skoðað 20. október 2010.
 12. Wilson & Reeder's Mammal Species of the World: Equus burchelli Geymt 3 júní 2010 í Wayback Machine. Skoðað 21. október 2010.
 13. Rodriguez, Debra L. @ University of Michigan Museum of Zoology: Equus quagga. Skoðað 20. október 2010.
 14. Equus quagga @ Wikispecies. Skoðað 21. október 2010.
 15. Wilson & Reeder's Mammal Species of the World: Equus quagga Geymt 3 júní 2010 í Wayback Machine. Skoðað 21. október 2010.
 16. Das, Jayatri @ Howard Hughes Medical Institute: What Is the Molecular Mechanism for Stripes in Zebras? Geymt 14 apríl 2013 í Wayback Machine. Skoðað 20. október 2010.
 17. Illustreret Videnskab IV nr. 4/2001 s. 9: Hvorfor har zebraen striber?. Skoðað 20. október 2010.
 18. Jón Már Halldórsson: „Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?“. Vísindavefurinn 5.3.2002[óvirkur tengill]. Skoðað 20. október 2010.
 19. Páll Hersteinsson: „Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?“. Vísindavefurinn 25.2.2000[óvirkur tengill]. Skoðað 20. október 2010.
 20. Jón Már Halldórsson: „Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?“. Vísindavefurinn 2.9.2005[óvirkur tengill]. Skoðað 20. október 2010.
 21. Illustreret Videnskab IV nr. 7/2006 s. 10: Kan en hest og en zebra få et føl sammen?. Skoðað 20. október 2010.
 22. Málverk eftir Luis Paret y Alcazár í Museo del Prado, Madrid @ Web Gallery of Art. Skoðað 22. október 2010.

Heimildir, ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu