Fara í innihald

Sean Kinney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sean Kinney, 2019

Sean Howard Kinney (fæddur 27. maí 1966) er bandarískur tónlistarmaður og trommari Alice in Chains. Afi Sean byrjaði að kenna honum á trommur þegar hann var þriggja ára gamall. Þegar Sean var aðeins níu ára gamall var hann byrjaður að spila í hljómsveit með afa sínum sem hét The Cross Cats og ferðaðist hann með þeim vítt og breitt um Bandaríkin að spila í brúðkaupum. Árið 1987 var Alice In Chains stofnuð af Jerry Cantrell og Layne Staley og fengu þeir Mike Starr á bassa. Þar sem Sean var sambýlismaður systur Mike's fékk hann hlutverk trommuslagara í sveitinni. Sean hefur spilað á öllum plötum sveitarinnar og spilaði einnig á sólóplötu sem Jerry Cantrell gerði, Boggy Depot. Árið 2005 snéri Sean aftur til að spila með Alice in Chains á styrktartónleikum fyrir þá sem lentu í flóðbylgjunni á jóladag 2004.