Sea Shepherd Conservation Society

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni á einu skipa samtakanna, Farley Mowat.

Sea Shepherd Conservation Society eru umverfisverndarsamtök sem einkum berjast gegn veiðum á sjávardýrum. Samtökin eru þekktust fyrir baráttu gegn hvalveiðum en hafa einnig fengist við baráttu gegn veiðum á öðrum sjávardýrum eins og selum og sæskjaldbökum.

Samtökin voru stofnuð af Paul Watson og fleirum úr umhverfissamtökunum Greenpeace þar sem þeim þóttu aðferðir Greenpeace ekki nógu róttækar. Aðferð Greenpeace er að safna gögnum um t.d. ólöglegar veiðar og nota þau í herferðum sem ganga út á það að móta almenningsálit í þeim löndum þar sem þeir starfa, en Watson vildi taka upp beinar aðgerðir gegn veiðimönnum. Samtökin hafa sökkt tíu hvalveiðiskipum frá 1979. Þeirra á meðal eru íslensku hvalveiðiskipin Hvalur 6 og Hvalur 7 sem samtökin reyndu að sökkva í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Vegna þessa var Paul Watson fangelsaður í stuttan tíma þegar hann kom til Íslands árið 1988 og í kjölfarið vísað úr landi.

Núverandi höfuðstöðvar samtakanna eru í Friday Harbour í Washingtonfylki í Bandaríkjunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.