Alanar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Alanar voru hópur sarmatískra ættbálka sem töluðu austuríranskt mál, dregið af skýþósarmatísku og er forveri nútímaossetísku. Alanar koma fyrst fyrir í rómverskum heimildum frá 1. öld f.Kr. og eru þá sagðir ráðast bæði á Parþa og rómversku skattlöndin í Kákasus. Alönum er lýst sem hirðingjum sem berjast á hestbaki. Um 370 réðust húnar á lönd alana og hluti þeirra hraktist þá vestur á bóginn þar sem þeir gengu í lið með svefum og vandölum í herförum þeirra í Gallíu, Íberíu og Norður-Afríku. Hluti þeirra varð eftir og urðu forfeður osseta nútímans.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.