Sardínska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sardínska
Sardu
Málsvæði Ítalía (Sardinía)
Heimshluti Mið-Evrópa
Fjöldi málhafa 1-1,3 milljónir
Ætt indóevrópsk tungumál

 ítalísk tungumál
  rómönsk tungumál
   sardínska

Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Sardinía
Tungumálakóðar
ISO 639-1 sc
ISO 639-2 srd
ISO 639-3 srd
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Sardínska og málsvæði hennar

Sardínska (sardu eða limba/lingua sarda) er rómanskt mál sem er talað á eynni Sardiníu sem hefur tilheyrt Ítalíu frá því á 19. öld.

Sardínska er með fornlegasta hljóðkerfi rómönsku málanna en áhrifa gætir einnig frá fornsardínsku (löngu útdauðu máli sem var talað á eynni á bronsöld) auk ítölsku, spænsku og katalónsku.

Málið skiptist í tvær mállýskur: sardu campidanesu í Suður-Sardiníu og sardu logudoresu í norðurhluta málsvæðisins (sjá kortið).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.