Fara í innihald

SIM-kort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SIM)
Dæmigert SIM-kort

SIM-kort er samrás notuð í farsímum og öðrum fartækjum sem geymir upplýsingar um áskrift notandans og farsímafyrirtækið. Með farsímum sem eru byggðir á GSM-staðlinum er ekki hægt að hringja eða senda skilaboð án viðeigandi SIM-korts. Í kortinu er geymt sérstakt númer sem heitir IMSI; þetta númer auðkennir notandann. Skammstöfunin „SIM“ er úr ensku og stendur fyrir subscriber identity module („áskrifandaauðkenniseining“).

SIM-kortið getur verið sett í hitt og annað tæki. SIM-kort eru svipuð snjallkortum að nokkru leyti. Fyrstu SIM-kortin voru jafnstór kreditkortum (85,60 mm × 53,98 mm × 0,76 mm). Með tilkomu smærri fartækja hefur stærð SIM-kortsins líka verið minnkuð, en til eru nokkrar staðlaðar stærðir.

Geymt í SIM-korti er raðnúmer þess, sem heitir ICCID, IMSI-númerið, öryggisauðkenningar- og kóðunarupplýsingar, tímabundnar upplýsingar um farsímafyrirtækið, listi yfir þjónustur sem notandinn hefur aðgang að og tvö lykilorð: PIN-númer til öryggis, og PUK-kóði sem er notaður til að aflæsa kortið ef PIN-númerið gleymist. Með gömlum símum var hægt að vista tengiliði í SIM-kortinu en með flestum snjallsímum er þetta ekki lengur hægt vegna takmarkaða geymslupláss kortsins.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.