Fara í innihald

Tjóðrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um tjóðrun

Tjóðrun[1][2] (e. tethering) kallast það að deila nettengingu farsíma með öðrum tækjum, oftast tölvu. Tengingunni getur verið deilt í gegnum Wi-Fi, Bluetooth eða snúru (til dæmis USB-snúru). Síminn gegnir hlutverki flytjanlegs beinis.

Í mörgum farsímum eru stýrikerfi sem styðja tjóðrun, til dæmis Windows Phone, Android og iOS. Oft er notkun á tjóðrunarþjónustu ekki innifalin í áskriftum og þarf að borga meira til að nota hana.

Annað íslenskt nýyrði yfir tjóðrun er "Hlekkjun".

  1. „Nokkur forrit fyrir snjallsíma“. Sótt 26. nóvember 2011. Dæmi um notkun orðsins
  2. „Til að deila gagnatengingu símans með USB-snúru“. Sótt 26. nóvember 2011. Dæmi um notkun orðsins
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.