Tjóðrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um tjóðrun

Tjóðrun[1][2] (e. tethering) kallast það að deila nettengingu farsíma með öðrum tækjum, oftast tölvu. Tengingunni getur verið deilt í gegnum Wi-Fi, Bluetooth eða snúru (til dæmis USB-snúru). Síminn gegnir hlutverki flytjanlegs beinis.

Í mörgum farsímum eru stýrikerfi sem styðja tjóðrun, til dæmis Windows Phone, Android og iOS. Oft er notkun á tjóðrunarþjónustu ekki innifalin í áskriftum og þarf að borga meira til að nota hana.

Annað íslenskt nýyrði yfir tjóðrun er "Hlekkjun".

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nokkur forrit fyrir snjallsíma“. Sótt 26. nóvember 2011. Dæmi um notkun orðsins
  2. „Til að deila gagnatengingu símans með USB-snúru“. Sótt 26. nóvember 2011. Dæmi um notkun orðsins
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.