Fara í innihald

Søren Kierkegaard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar
Søren Kierkegaard
Nafn: Søren Aabye Kierkegaard
Fæddur: 5. maí 1813Kaupmannahöfn í Danmörku)
Látinn: 11. nóvember 1855 (42 ára) (í Kaupmannahöfn í Danmörku)
Skóli/hefð: Meginlandsheimspeki, tilvistarspeki
Helstu ritverk: Annaðhvort eða, Uggur og ótti, Endurtekningin, Sjúkdómurinn til dauðans
Helstu viðfangsefni: trúarheimspeki, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði, siðfræði
Markverðar hugmyndir: faðir tilvistarspekinnar, angist, tilvistarfræðileg örvænting, þrjú stig mannlegrar tilvistar, riddari trúarinnar, huglægur sannleikur
Áhrifavaldar: Abraham,Job,Sókrates, Xenofon, Platon, Aristófanes, Gotthold Ephraim Lessing, Immanuel Kant, G.W.F. Hegel
Hafði áhrif á: Ludwig Wittgenstein, Franz Kafka, Martin Heidegger, Karl Jaspers, Jean-Paul Sartre, Martin Buber, Albert Camus, Paul Tillich, Karl Barth, W.H. Auden
Undirskrift:

Søren Aabye Kierkegaard (5. maí 181311. nóvember 1855) var danskur heimspekingur og guðfræðingur, sem er venjulega talinn faðir tilvistarspekinnar. Hann brúaði bilið milli hegelskrar heimspeki og þess sem varð síðar tilvistarspeki. Kierkegaard gagnrýndi heimspeki Hegels harðlega og það sem hann sá sem innantóm formlegheit dönsku kirkjunnar. Mörg verka hans fjalla um trúarleg stef, eins og eðli guðstrúar, kristna kirkju sem stofnun, kristilega siðfræði og guðfræði og geðshræringar og tilfinningar manns þegar maður stendur frammi fyrir tilvistarfræðilegum ákvörðunum. Af þessum sökum er heimspeki Kierkegaards stundum lýst sem kristilegri tilvistarspeki og tilvistarspekilegri sálarfræði. Vandasamt er að skilgreina og túlka verk Kierkegaards, þar sem hann samdi flest eldri verka sinna undir dulnefnum og notaði svo ólík dulnefni til að gera opinberlega athugasemdir við og gagnrýna önnur verk sín undir öðrum dulnefnum. Af þessum sökum er fremur erfitt að greina á milli raunverulegra skoðana og viðhorfa Kierkegaards og þeirra sem hann notar eingöngu til þess að rökstyðja sig sem skálduð persóna. Ludwig Wittgenstein sagði að Kierkegaard hafi verið „dýpsti hugsuður nítjándu aldar“.[1]

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Søren Kierkegaard
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Soren Kierkegaard
  • „Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“. Vísindavefurinn.
  • Søren Kierkegaard Forskningscenteret / Kaupmannahöfn (enska) Geymt 19 júlí 2006 í Wayback Machine
  • „Sören Aabye Kierkegaard - 150 ára afmæli“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1963
  • „Kierkegaard og existentíalisminn“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1963
  • „Frá Kierkegaard til Sartres“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1963
  • „Andinn gefur þér líf“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965