Job

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Job er persóna í Gamla Testamentinu, og við hann er Jobsbók kennd. Job er í bókarupphafi hamingjusamur maður, en guð reynir hann vegna ýtni Satans og leyfir hinum illa að fá vald yfir hinum ráðvanda Job til að sanna trúfestu hans við sig. Í bláupphafi Jobsbókar segir svo:

Satan svaraði Drottni og sagði: "Ég hefi verið að reika um jörðina og arka fram og aftur um hana." Og Drottinn mælti til Satans: "Veittir þú athygli þjóni mínum Job? því að enginn er hans líki á jörðu, maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar." Og Satan svaraði Drottni og sagði: "Ætli Job óttist Guð fyrir ekki neitt? Hefir þú ekki lagt skjólgarð um hann og hús hans og allt, sem hann á, hringinn í kring? Handaverk hans hefir þú blessað, og fénaður hans breiðir sig um landið. En rétt þú út hönd þína og snert þú allt, sem hann á, og mun hann þá formæla þér upp í opið geðið." Þá mælti Drottinn til Satans: "Sjá, veri allt, sem hann á, á þínu valdi, en á sjálfan hann mátt þú ekki leggja hönd þína." Gekk Satan þá burt frá augliti Drottins.
 
— Jobsbók

Satan lætur síðan allt mögulegt yfir Job ganga, en aldrei átelur Job guð sinn eða gefur upp á bátinn. Loks, eftir nokkuð marga harma, snýr guð við högum hans og eftir það lifir Job glaður á ný í hundrað og fjörutíu ár og sá börn sín og barnabörn, fjóra ættliði. Og [hann] dó gamall og saddur lífdaga.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.