Fara í innihald

Sólarhringsverslun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólarhringsverslun er verslun sem er opin allan sólarhringinn.

Sólarhringsverslanir á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sólarhringsverslunin sem opnaði á Íslandi var 10-11 í Lágmúla [1], en sú verslun varð að sólarhringsverslun haustið 2000, en svo fjölgaði sólarhringsverslunum 10-11 eftir það. Seinna fóru fleiri verslanir að hafa sólarhringsopnun. Nettó gerði verslunina sína í Mjódd að sólarhringsverslun árið 2011 og opnaði svo aðra sólarhringsverslun úti á Granda árið 2013. [2] Iceland fór einnig að hafa opið allan sólarhringinn í Engjahjalla í Kópavogi árið 2013.[3]

  1. „10-11 opnar 24 tíma verslun í Reykjavík“. Sótt febrúar 2020.
  2. „Hleypt inn í hollum í nýja verslun Nettó“. Sótt febrúar 2020.
  3. Iceland að auglýsa að þeir séu opnir allan sólarhringinn í Engjahjalla