Fara í innihald

Síðumúli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síðumúli er kirkjustaður á Hvítársíðu í Borgarbyggð. Þar er jarðhiti og eru sögur um mikinn hver sem þar var en hvarf eða færði sig til, suður yfir Hvítá og myndi þar geta verið Hurðarbakshver. Þar sem hverinn er talinn hafa verið áður er nú náttúruleg laug. Í Síðumúla var fyrrum útkirkja frá Gilsbakka en söfnuði þar er nú þjónað frá Reykholtsprestakalli. Núverandi kirkja í Síðumúla er steinsteypt og reist árið 1926. Í kirkjunni er altaristafla eftir Eyjólf Eyfells listmálara og skírnarfontur úr graníti eftir Jóhann Eyfells.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.