Sænski herinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sænskur hermaður í Afganistan árið 2008.

Sænski herinn (sænska: Försvarsmakten) er her Svíþjóðar. Hann skiptist í sænska landherinn, sænska flotann og sænska flugherinn. Auk þess heyra varalið og Sænska heimavarnarliðið undir herinn.

Sænski herinn varð til úr uppreisnarsveitunum sem komu Gústaf Vasa til valda í Svíþjóð árið 1521. Upphaflega var herinn aðallega skipaður málaliðum en Gústaf Vasa kom fljótlega á herskyldu. Jacob de la Gardie endurskipulagði herinn á 3. áratug 17. aldar við upphaf stórveldistíma Svíþjóðar. Svíþjóð var hlutlaust í fyrri og síðari heimsstyrjöld og stóð utan hernaðarbandalaga í Kalda stríðinu. Á sama tíma var mikið af vopnum framleitt í Svíþjóð og selt til annarra landa. Sænskir hermenn hafa tekið þátt í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Herinn er þátttakandi í Norræna orrustufylkinu. Á 10. áratug 20. aldar voru framlög til hermála lækkuð verulega og árið 2010 var herskylda á friðartímum aflögð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.