Ryan Reynolds
Ryan Reynolds | |
---|---|
Fæddur | Ryan Rodney Reynolds 23. október 1976 |
Störf | Leikari Kvikmyndaframleiðandi Grínisti Kaupsýslumaður |
Hæð | 1.88 |
Maki | Scarlett Johansson (g. 2008; sk. 2011) Blake Lively (g. 2012) |
Börn | Inez Reynolds Betty Reynolds James Reynolds |
Foreldrar | James Chester Reynolds Tammy Reynolds |
Ryan Rodney Reynolds (fæddur 23. október 1976) er kanadískur leikari. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanmyndunum en einnig í rómantískum myndum eins og Van Wilder, Waiting..., Just Friends, Definitely Maybe og The Proposal en einnig í Deadpool og X-Men Origins: Wolverine. Reynolds lét líka í ofurhetjumyndinni Green Lantern ásamt Blake Lively og Mark Strong.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Reynolds fæddist í Vancouver í Bresku Kólumbíu, Kanada. Hann er sonur James og Tammy Reynolds og er yngstur af fjórum bræðrum. Hann er af írskum ættum og var alinn upp í kaþólskri trú. Ryan útskrifaðist úr Kitsilano menntaskólanum sem staðsettur er í Vancouver árið 1994. Síðan gekk hann í Kwantlen háskólann, einnig í Vancouver en kláraði þó aldrei.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Ferill Reynolds byrjaði árið 1990 þegar hann lék Billy í kanadísku unglingasápunni Hillside, sem var einnig sýnd í Bandaríkjunum. Sem fullorðinn maður lék Ryan í National Lampoon kvikmyndinni Van Wilder og í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni, Two Guys, A Girl and a Pizza Place og lék læknisfræðinemann Michael "Berg" Bergen. Hann lék einnig lítið hlutverk í Harold & Kumar Go to White Castle sem hjúkka, lék í The In-Laws með Michael Douglas og Albert Brooks en líka í kandaísku myndinni Foolproof. Árið 2005 lék hann þjón að nafni Monty í Waiting..., og sem tónlistarframleiðandinn Cris Brander í rómantísku gamanmyndinni Just Friends ásamt Amy Smart og Önnu Faris. Ryan lék söguhetjuna í kvikmyndinni Definitely, Maybe árið 2008. Hann lék síðan í seinni hluta lokaþáttar seríu sjónvarpsþáttarins Nýgræðingar (e. Scrubs), þar sem hann lék Spence, vin J.D. og Turks úr menntaskóla. Árið 2009 lék hann Andrew Paxton, þar sem hann lék á móti Söndru Bullock í vinsælu rómantísku gamanmyndinni The Proposal.
Þrátt fyrir að hafa að mestu leikið í gamanmyndum lék Reynolds dimma karakterinn George Lutz í endurgerðinni af hryllingsmyndinni The Amityville Horror. Hann fór í brjálaða líkamsrækt fyrir hlutverk sitt sem Hannibal King í kvikmyndinni Blade: Trinity en í henni léku líka Wesley Snipes og Jessica Biel. Hann lék líka alríkislögreglufulltrúa (FBI) ásamt Ray Liotta í glæpa-hasarmyndinni Smokin' Aces.
Í vitðali í mars 2005 greindi Reynolds frá áhuga sínum og þátttöku í mögulegri endurgerð kvikmyndarinnar Deadpool með handritshöfundinum David S. Goyer. Reynolds lék Deadpool í X-Men Origins: Wolverine og mun leika hann aftur í kvikmynd sem ber nafnið Deadpool. Ryan mun leika ofurhetjuna Hal Jordan/Green Lantern í væntanlegu myndinni Green Lantern sem kemur í kvikmyndahús þann 17. júní 2011 í þrívídd, sem setur Reynolds í hóp fárra leikara sem hafa leikið aðalhutverkin í myndum sem eru byggð á Marvel- og DC-teiknimyndablöðum. Reynolds heilsaði aðdáendum og sór Green Lantern eiðinn á Comic-Con 2010. Reynolds lék einnig í spænsk-áströlsku hryllingsmyndinni Buried sem var leikstýrt af Rodrigo Cortes.
Reynolds var útnefndur kynþokkafyllsti karlmaður á lífi árin 2008,2009 og 2010 af tímaritinu People.
Ryan Reynolds var valinn nýtt andlit Hugo Boss ilma í febrúar 2010.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2002 byrjaði Reynolds ástarsamband við kanadísku söngkonuna Alanis Morissette. Þau tilkynntu um trúlofun sína í júní 2004. Í febrúar árið 2007 tilkynntu talsmenn Morissette og Reynolds að þau hefðu ákveðið að slíta trúlofun sinni. Plata Morissette, Flavors of Entanglement var búin til vegna sambandsslitanna.
Stuttu eftir að sambandi hans og Morissette lauk byrjaði Reynolds með leikonunni Scarlett Johansson og tilkynnti parið um trúlofun sína 5. maí 2008. Þau giftu sig þann 27. september 2008 í athöfn nálægt Tofino í Bresku Kólumbíu. Þann 14. desember 2010 tilkynntu Reynolds og Johansson að þau væru skilin að borði og sæng og sögðu í sameiginlegri tilkynningu, "Eftir langa og mikla umhugsun að okkar beggja hálfu, höfum við ákveðið að enda hjónaband...við komum inn í sambandið með ást og það er með ást og kærleika sem við skiljum." Reynolds sótti formlega um skilnað 23. desember 2010 í Los Angeles á grunvelli ósættanlegs ágreinings.
Í október 2008 skrifaði Reynolds í Huffington blaðið um ætlun sína að hlaupa New York-borgar maraþonið fyrir föður sinn, sem er með Parkinson-sjúkdóminn.
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1993 | Ordinary Magic | Ganesh/Jeffrey | |
1995 | Serving in Silence: The Margarethe Cammermeyer Story | Andy | Kvikmynd framleidd fyrir sjónvarp |
1996 | When Friendship Kills | Ben Colson | Kvikmynd framleidd fyrir sjónvarp |
Sabrina the Teenage Witch | Seth | Kvikmynd framleidd fyrir sjónvarp | |
In Cold Blood | Bobby Rupp | Kvikmynd framleidd fyrir sjónvarp | |
1997 | The Alarmist | Howard Ancona | |
1998 | Tourist Trap | Wade Early | |
1999 | Coming Soon | Henry Lipschitz | |
Dick | Chip | ||
2000 | Teen Monster | Carl | |
2001 | Finder's Fee | Quigley | |
2002 | National Lampoon's Van Wilder | Van Wilder | |
Buying the Cow | Mike Hanson | Beint á leigur | |
2003 | The In-Laws | Mark Tobias | |
Foolproof | Kevin | ||
2004 | Harold & Kumar Go to White Castle | Karlkyns hjúkka | |
Blade: Trinity | Hannibal King | ||
2005 | School of Life | Michael "Mr. D" D'Angelo | Kvikmynd framleidd fyrir sjónvarp |
The Amityville Horror | George Lutz | ||
Waiting... | Monty | ||
Just Friends | Chris Brander | ||
2007 | Smokin' Aces | Richard Messner | |
The Nines | Gary/Gavin/Gabriel | ||
Chaos Theory | Frank Allen | ||
2008 | Definitely, Maybe | Will Hayes | |
Fireflies in the Garden | Michael Taylor | ||
2009 | Adventureland | Mike Connell | |
X-Men Origins: Wolverine | Wade Wilson / Deadpool | Deildi hlutverki með Scott Adkins | |
The Proposal | Andrew Paxton | ||
2010 | Buried | Paul Conroy | |
2011 | Green Lantern | Hal Jordan / Green Lantern | Í framleiðslu |
2012 | The Croods | Aðeins rödd | Í upptökum |
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1990 | Hillside | Billy Simpson | |
1993–1994 | The Odyssey | Macro | 14 þættir |
1995 | The Outer Limits | Derek Tillman | |
1996 | The X-Files | Jay "Boom" DeBoom | 3. þáttaröð, 3. þáttur |
The John Larroquette Show | Tony Hemingway | Þáttaröð 4, þáttur 7 | |
1997 | The Outer Limits | Paul Nodel | |
1998–2001 | Two Guys and a Girl | Michael "Berg" Bergen | Aðalhlutverk - 81 þættir |
2003 | Scrubs | Spence | Þáttaröð 2, þáttur 22 |
2007 | My Boys | Hams | Þáttaröð 1, þáttur 19 |
2009 | Saturday Night Live' | Kynnir |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Ryan Reynolds“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.