Rudolf Höss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rudolf Franz Ferdinand Höss (25. nóvember 190016. apríl 1947) var yfirmaður í Auschwitz á árunum 1940 – 1943. Hann hafði ætlað sér að verða prestur áður en hann var kvaddur í herinn til að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið gekk hann í Freikops, einkaher sem var skipulagður af liðsforingjum úr þýska hernum úr stríðinu. Árið 1922 gekk Höss í þýska nasistaflokkinn og síðar í Artamenen sem var félag öfgafullra þjóðernissinna sem fyrirlitu borgarlífið og vildi hverfa aftur til einfaldari tíma bænda, eftir ódæðisverk þar lenti hann í fimm ára fangelsvist árið 1923. Í júnímánuði árið 1934 bauð Heinrich Himmler honum vinnu hjá öryggissveitum nasista, betur þekkt sem SS sveitirnar, og eftir eilítið hik þáði hann það. Seinna sama árs fór hann til Dachau sem voru fyrstu þrælabúðir þriðja ríkisins. Árið 1938 þáði hann stöðu sem búðastjóri í Sachsenhausen sem voru þrælabúðir 34 km norður af Berlín. Þar stjórnaði hann einni aftökusveit þeirra búða. 30. apríl árið 1940 var honum boðið yfirmannastarf í Auschwitz.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.