Fara í innihald

Rudolf Höss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rudolf Höss
Rudolf Höss við réttarhöld sín í Varsjá árið 1947.
Fæddur
Rudolf Franz Ferdinand Höss

25. nóvember 1901(1901-11-25)
Dáinn16. apríl 1947 (45 ára)
DánarorsökTekinn af lífi með hengingu
ÞjóðerniÞýskur
FlokkurNasistaflokkurinn
MakiHedwig Hensel ​(g. 1929)
Börn5

Rudolf Franz Ferdinand Höss (25. nóvember 190016. apríl 1947) var þýskur foringi í SS-sveitum nasista og yfirmaður í Auschwitz-útrýmingarbúðunum á árunum 1940 til 1943.

Hann hafði ætlað sér að verða prestur áður en hann var kvaddur í herinn til að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið gekk hann í Freikops, einkaher sem var skipulagður af liðsforingjum úr þýska hernum úr stríðinu. Árið 1922 gekk Höss í þýska nasistaflokkinn og síðar í Artamenen sem var félag öfgafullra þjóðernissinna sem fyrirlitu borgarlífið og vildi hverfa aftur til einfaldari tíma bænda. Eftir ódæðisverk þar var hann dæmdur til fimm ára fangelsvistar árið 1923.

Í júnímánuði árið 1934 bauð Heinrich Himmler honum vinnu hjá öryggissveitum nasista, betur þekkt sem SS-sveitirnar, og eftir eilítið hik þáði hann það. Seinna sama árs fór hann til Dachau, sem voru fyrstu þrælabúðir þriðja ríkisins. Árið 1938 þáði hann stöðu sem búðastjóri í Sachsenhausen sem voru þrælabúðir 34 km norður af Berlín. Þar stjórnaði hann einni aftökusveit þeirra búða. 30. apríl árið 1940 var honum boðið yfirmannastarf í Auschwitz.

Talið er að um 1.000.000 til 3.000.000 manns hafi verið myrtar í Auschwitz-útrýmingarbúðunum á meðan Höss fór með stjórn þar frá 1940 til 1943.[1]

Eftir seinni heimsstyrjöldina var Höss handtekinn. Réttað var yfir honum í Varsjá, hann dæmdur til dauða og loks hengdur þann 16. apríl 1947.

Í dægurmenningu

[breyta | breyta frumkóða]

Höss er aðalpersónan í kvikmyndinni The Zone of Interest, sem kom út í leikstjórn Jonathans Glazer árið 2023. Kvikmyndin fjallar um daglegt líf Höss-fjölskyldunnar á heimili þeirra við hliðina á Auschwitz-útrýmingarbúðunum. Í kvikmyndinni er áhersla lögð á illsku helfararinnar, og firringu þeirra sem framkvæmdu hana, með því að sýna hvernig aðeins einn veggur aðskilur munaðarlíf Höss-fjölskyldunnar frá fjöldamorðunum sem framin eru inni í búðunum.[2][3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pétur Ólafsson (1. júní 2005). „Frelsi viljans í Þriðja ríkinu“. Sagnir. bls. 22.
  2. Alma Mjöll Ólafsdóttir (7. apríl 2024). „Nasistar og nútíminn á hvíta tjaldinu“. Heimildin. Sótt 10. júlí 2024.
  3. Júlía Aradóttir (6. mars 2024). „Tímamótaverk sem spyr hvers konar manneskjur geta leyft hryllingi að gerast“. RÚV. Sótt 10. júlí 2024.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.