Rudolf Höss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rudolf Höss við réttarhöld sín í Varsjá árið 1947.

Rudolf Franz Ferdinand Höss (25. nóvember 190016. apríl 1947) var yfirmaður í Auschwitz á árunum 1940 – 1943. Hann hafði ætlað sér að verða prestur áður en hann var kvaddur í herinn til að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið gekk hann í Freikops, einkaher sem var skipulagður af liðsforingjum úr þýska hernum úr stríðinu. Árið 1922 gekk Höss í þýska nasistaflokkinn og síðar í Artamenen sem var félag öfgafullra þjóðernissinna sem fyrirlitu borgarlífið og vildi hverfa aftur til einfaldari tíma bænda. Eftir ódæðisverk þar var hann dæmdur til fimm ára fangelsvistar árið 1923. Í júnímánuði árið 1934 bauð Heinrich Himmler honum vinnu hjá öryggissveitum nasista, betur þekkt sem SS-sveitirnar, og eftir eilítið hik þáði hann það. Seinna sama árs fór hann til Dachau, sem voru fyrstu þrælabúðir þriðja ríkisins. Árið 1938 þáði hann stöðu sem búðastjóri í Sachsenhausen sem voru þrælabúðir 34 km norður af Berlín. Þar stjórnaði hann einni aftökusveit þeirra búða. 30. apríl árið 1940 var honum boðið yfirmannastarf í Auschwitz.

Eftir seinni heimsstyrjöldina var Höss handtekinn. Réttað var yfir honum í Varsjá, hann dæmdur til dauða og loks hengdur þann 16. apríl 1947.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.