Fara í innihald

Rob Halford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rob Halford
Halford árið 2014
Halford árið 2014
Upplýsingar
FæddurRobert John Arthur Halford
25. ágúst 1951
UppruniSutton Coldfield, Englandi
Stefnurþungarokk
Vefsíðahttp://www.robhalford.com

Robert Halford er enskur tónlistarmaður sem er söngvari Judas Priest sem stofnuð var árið 1969. Hann gekk í hljómsveitina árið 1973. Halford er þekktur fyrir kraftmikinn söng sinn, leður- og gaddaklæðnað og innkomu á mótorhjóli á sviði. Til áhrifavalda hans í byrjun má nefna Little Richard, Janis Joplin og Robert Plant.

Aðdáendur hafa kallað hann Metal God. Halford hætti í Priest um tíma, 1992-2003 og var með hljómsveitirnar Fight, Two og Halford.

Halford kom út sem samkynhneigður árið 1998. Hann gaf úr ævisöguna sína, Confess, árið 2020. Hann býr í Arizona í Bandaríkjunum og Walsall á Englandi til skiptis. Halford hlaut árið 2010 Grammy-verðlaun fyrir Best Metal Performance.

Halford hefur tvívegis leyst af söngstöðuna fyrir Black Sabbath, árin 1992 og 2004.

Sólóferill[breyta | breyta frumkóða]

Fight[breyta | breyta frumkóða]

 • K5 – The War of Words Demos (1992) (released in 2007)
 • War of Words (1993)
 • Mutations (1994)
 • A Small Deadly Space (1995)

2wo[breyta | breyta frumkóða]

 • Voyeurs (1998)

Halford[breyta | breyta frumkóða]

 • Resurrection (2000)
 • Live Insurrection (2001)
 • Crucible (2002)
 • Metal God Essentials, Vol. 1 (2007)
 • Live in Anaheim (2010)
 • Halford III: Winter Songs (2009)
 • Halford IV: Made of Metal (2010)
 • Celestial (2019)