Riða á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Riðan er talin hafi komið til Íslands með enskum hrúti af Oxfordshire Down kyni sem keyptur var að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist út í firðinum nokkuð seinna og þaðan til annarra svæða. Hægt og bítandi varð veikin landlæg á mið-Norðurlandi. Takmarkaðist riðan við það svæði þar til árið 1953 þegar hún fannst í Vestur-Barðastrandarsýslu en sýkingin barst með heyi sem flutt var úr Skagafirði.

Riðuveiki er að finna á nær öllu landinu. Landinu er skipt í varnarhólf og á milli þeirra eru sóttvarnargirðingar sem byrjað var að setja upp 1937 eftir að mæðiveiki kom upp. Girðingarnar eiga að halda fé frá því að fara á milli hólfa. Þegar skorið hefur verið niður á einum stað má ekki taka fé fyrr en að tveimur árum liðnum og má þá einungis taka frá ósýktum svæðum.

Þau svæði sem hvorki hafa riðu né mæðiveiki eru notaðir til líflambasölu og eru það nú eftirfarandi svæði á landinu: