Geysir Green Energy
Geysir Green Energy (eða GGE) er í eigu Atorku, Íslandsbanka hf., VGK-Invest og Reykjanesbæjar og sérhæfir sig í verkefnum tengdum orkuframleiðslu á há- og lág-hitasvæðum. Geysir Green Energy var stofnað 5. janúar 2007. Þann 30. apríl 2007 keypti fyrirtækið 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á 7,6 milljarða. Stærstu eigendur Geysis Green Energy í árslok 2008 voru Atorka Group með 41 % og Glacier Renewable Energy Fund (GREF) með 40 %.
Meðal helstu verkefna fyrirtækisins eru ENEX, dótturfyrirtæki sem þróar orkuver sem nýta jarðhita. Enex-China sem er samstarfsverkefni á milli Enex og kínverska fyritækisins Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation. Loks Exorka annað fyrirtæki sem er rekið á Húsavík sem sérhæfir sig sömuleiðis í nýtingu jarðvarma og vinnur að nýtingu lághita til raforkuframleiðslu m.a. í Þýskalandi. Jarðboranir eru í eigu Geysis Green Energy ásamt 80% hlutar í Envent, sem vinnur að verkefnaþróun í jarðhita í Filippseyjum. Félagið á einnig hlut í Ram Power Inc. verkefnaþróunarfélags í jarðhita í Bandaríkjunum og WesternGeoPower, sem vinnur að byggingu 35 MW jarðhitavirkjunar í Kalíforníu í Bandaríkjunum. Þann 29. júní 2007 keypti Geysir Green Energy 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Heildarkaupverð var 15 milljarðar íslenskra króna. Geysir Green Energy er einn af stofnaðilum Keilis menntastofnunar á háskólastigi á Suðurnesjum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Geysir Green Energy kaupir 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja“. 29. júní 2007.
- Einkavæðing fyrir hvern?; grein í Fréttablaðinu 4. júlí 2007
- „GGE í stórum jarðvarmaverkefnum vestra“. 3. mars 2009.
- „Atorka selur Jarðboranir“. 1. ágúst 2007.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Geysis Green Energy Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Heimasíða Enex
- Heimasíða Exorku Geymt 21 maí 2007 í Wayback Machine
- Heimasíða Envent
- Heimasíða Jarðborana
- Heimasíða HS Geymt 12 mars 2008 í Wayback Machine
Í fjölmiðlum