Fara í innihald

Rennilás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rennilásar úr plasti og næloni

Rennilás er samrennandi festing sem skiptist i tvo málm- eða plastborða með sérstökum grípandi búnaði og sem notuð er til að loka opi eða jöðrum, t.d. á flík. Rennilásar eru oft notaðir í stað hnappa, talna eða reima og eru t.d. mikið notaðir á útivistarfatnað, töskur, bakpoka, tjöld og svefnpoka. Bandaríkjamaðurinn Whitcomb Judson fann upp rennilásinn í Chicago árið 1893. Sama aðferðin, sem byggir á „tönnum“ sem læsast saman, er notuð í rennilása nútímans. Stærsti framleiðandi rennilása í heiminum um þessar mundir er japanska fyrirtækið YKK.

Nokkrar gerðir rennilása eru til, meðal annars loftþéttir og vatnsheldir auk rennilása sem opna má frá hvorum enda fyrir sig.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.