Fara í innihald

Rauðar íslenskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðar Íslenskar

Rauðar íslenskar eru yrki af kartöflum sem algengt er í ræktun á Íslandi. Þær þykja bragðgóðar og hafa mikið þurrefnainnihald. Þær eru viðkvæmar fyrir kartöflumyglu. Talið er að rauðar íslenskar séu komnar frá kartöflum sem Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður árið 1760 og séu sama yrki og gömul norsk og sænsk t.d. Gammel svensk röd.

1936 til 1942 vann Ólafur Jónsson ráðunautur að því að velja úr íslenskum rauðum til að jafna stærð og þyngd og var sá stofn kallaður Ólafsrauðar.

  • „Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?“. Vísindavefurinn.
  • Kartöflumyglan - ógn í fortíð og framtíð Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.