Yrki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Yrki er flokkunarheiti sem er undirskipað tegund. Yrki er aðeins notað um jurtir. Yrkisheitið kemur á eftir tegundarheiti með skammstöfunina „var.“ á milli. Í dýrafræði er notast við kyn eða deilitegund. Yrki er líka oft notað sem samheiti við kvæmi eða ræktunarafbrigði, til dæmis í yrkisrétti sem fjallar um kvæmi en ekki yrki í þessari líffræðilegu merkingu.

Dæmi um yrki eru Beta vulgaris var. vulgaris (rauðrófa) og Petroselinum crispum var. neapolitanum (breiðblaða steinselja).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.