Ram (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ram
Breiðskífa eftir
Gefin út17. maí 1971 (1971-05-17)
Tekin upp16. október 1970 – 1. mars 1971
Hljóðver
  • Columbia og A&R (New York)
  • Sound Recording (Los Angeles)
Stefna
Lengd43:15
ÚtgefandiApple
Stjórn
  • Paul McCartney
  • Linda McCartney
Tímaröð – Paul McCartney
McCartney
(1970)
Ram
(1971)
Wild Life
(1971)
Tímaröð – Linda McCartney
Ram
(1971)
Wide Prairie
(1998)
Smáskífur af Ram
  1. „Uncle Albert/Admiral Halsey“
    Gefin út: 2. ágúst 1971 (Bandaríkin)
  2. „The Back Seat of My Car“
    Gefin út: 13. ágúst 1971 (Bretland)
  3. „Eat at Home“
    Gefin út: 2. september 1971 (einungis í Evrópu, utan Bretlands)

Ram er breiðskífa eftir hjónin Paul og Linda McCartney. Platan var gefin út 17. maí 1971 af Apple Records og var tekin upp í New York með gítarleikurunum David Spinozza og Hugh McCracken, og trommaranum Denny Seiwell sem seinna varð meðlimur hljómsveitarinnar Wings. Þrjár smáskífur voru gefnar út af plötunni: „Uncle Albert/Admiral Halsey“ (fyrsta lag McCartney til að ná efsta sæti í Bandaríkunum án Bítlanna), „The Back Seat of My Car“ og „Eat at Home“.

Platan kom út á sama tíma og gremja var á milli McCartney og fyrri hljómsveitafélaga hans úr Bítlunum. Þrátt fyrir neikvæða dóma í upphafi komst platan á topp hljómplötulista í Bretlandi, Hollandi, og Kanada. Nú til dags er platan lofuð af mörgum tónlistargagnrýnendum og er oft talin vera ein besta plata McCartney.

Árið 1971 framleiddi McCartney plötuna Thrillington, hlóðfæraleik af Ram sem var gefinn út árið 1977 undir dulnefninu Percy ‚Thrills‘ Thrillington. Árið 2012 var gefin út endurútgáfa af plötunni með nokkrum aukalögum sem hluti af Paul McCartney Archive Collection verkefninu. Árið 2023 var Ram sett í 450. sæti yfir „bestu plötur allra tíma“ af tímaritinu Rolling Stone.[6]

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Hlið eitt

  1. „Too Many People“ (Paul McCartney) – 4:10
  2. „3 Legs“ (P. McCartney) – 2:44
  3. „Ram On“ (P. McCartney) – 2:26
  4. „Dear Boy“ (P. McCartney, Linda McCartney) – 2:12
  5. „Uncle Albert/Admiral Halsey“ (P. McCartney, L. McCartney) – 4:49
  6. „Smile Away“ (P. McCartney) – 3:51

Hlið tvö

  1. „Heart of the Country“ (P. McCartney, L. McCartney) – 2:21
  2. „Monkberry Moon Delight“ (P. McCartney, L. McCartney) – 5:21
  3. „Eat at Home“ (P. McCartney, L. McCartney) – 3:18
  4. „Long Haired Lady“ (P. McCartney, L. McCartney) – 5:54
  5. „Ram On (Reprise)“ (P. McCartney) – 0:52
  6. „The Back Seat of My Car“ (P. McCartney) – 4:26

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „1971's best rock albums“. Ultimate Classic Rock. 5. apríl 2016.
  2. Erlewine, Stephen Thomas. Ram – Paul McCartney / Linda McCartney“. AllMusic. Afrit af uppruna á 30. júní 2012. Sótt 9. júlí 2012.
  3. Dayal, Raj (22. maí 2012). „Paul McCartney: Ram“. American Songwriter. Afrit af uppruna á 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.
  4. Gabriela, Josefina (28. febrúar 2019). „Paul McCartney's Most Underrated Work-“. Rock Music Revival. Afrit af uppruna á 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.
  5. Vozick-Levinson, Simon (22. maí 2012). „Ram: Deluxe Edition“. Rolling Stone. Afrit af uppruna á 18. mars 2013. Sótt 25. mars 2013.
  6. „500 Greatest Albums: Ram – Paul and Linda McCartney“. Rolling Stone. 31. desember 2023. Sótt 3. janúar 2024.