Linda McCartney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linda McCartney
McCartney árið 1976
Fædd
Linda Louise Eastman

24. september 1941(1941-09-24)
Dáin17. apríl 1998 (56 ára)
Störf
 • Ljósmyndari
 • tónlistarkona
 • höfundur
 • aðgerðasinni
 • athafnakona
Ár virk1965–1998
Maki
Börn4
Tónlistarferill
Hljóðfæri
 • Hljómborð
 • rödd
Áður meðlimur í
 • Wings
 • Paul McCartney Band
Vefsíðalindamccartney.com

Linda Louise McCartney, Lady McCartney (fædd Eastman; 24. september 1941 – 17. apríl 1998) var bandarískur ljósmyndari, tónlistarkona, aðgerðasinni fyrir velferð dýra, og höfundur matreiðslubóka. Hún var í hljómsveitinni Wings sem hljómborðsleikari, ásamt eiginmanni sínum, Paul McCartney úr Bítlunum.

Á miðjum 7. áratugnum hóf Linda ferilinn sinn sem ljósmyndari hjá tímaritinu Town & Country þar sem hún starfaði með ýmsum tónlistarmönnum og skemmtikröftum. Undir lok áratugarins vann hún oft á tónleikastaðnum Fillmore East við að taka myndir af sýningum. Hún var fyrsta konan sem átti ljósmynd á forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Myndirnar hennar hafa komið fram á listasöfnum og í ýmsum bókum.

Linda lærði að spila á hljómborð af eiginmanni sínum. Eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana árið 1970, tóku Paul og Linda upp plötuna Ram, og stofnuðu hljómsveitina Wings árið 1971. Hún hélt áfram að spila með Paul eftir að Wings hættu störfum árið 1981 fram að tónleikaferðalaginu The New World Tour árið 1993.

Hún var mikill aðgerðasinni fyrir dýr og gaf út nokkrar matreiðslubækur ætlaðar grænmetisætum. Hún stofnaði matvælalínuna Linda McCartney Foods ásamt Paul. Árið 1995 greindist hún með brjóstakrabbamein og lést úr veikindunum þrem árum seinna, 56 ára að aldri.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

 • Ram (1971) (með Paul McCartney)
 • Wide Prairie (1998)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.