Ragnhildur, persóna í Sólskinshesti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ragnhildur er persóna í skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur frá 2005, Sólskinshesti.

Ragnhildur bjó á þeim tíma sem Sólskinshestur gerist á Sjafnargötu í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Haraldi, og tveimur börnum, Lillu og Mumma. Hún var barnalæknir og þótti afbragsgóð í díagnósu. Hún var mjög tileinkuð starfi sínu og hafði lítinn tíma aflögu til að sinna fjölskyldu sinni. Hún var afar meðvituð um ástand heimsmála, sérstaklega af vandamálum barna víða um heim.

Ung að aldri átti Ragnhildur skáld að unnusta sem lést ungur. Hún giftist síðar Haraldi, en virtist alltaf fremur ástfanginn af fyrri elskhuga sínum. Eftir missinn einbeitti hún sér að námi og starfi. Brúðkaup hennar og Haraldar, sem einnig var læknir, virtist fremur vera af hagnýtum ástæðum til komið, en af raunverulegri ást. Þau eignuðust svo tvö börn, en sinntu þeim frekar lítið.

Persóna Ragnhildar einkenndist að mörgu leyti af andstæðum. Hún var skráður meðlimur í Sjálfstæðisflokknum, en var jafnframt harður andstæðingur veru erlends herliðs á Íslandi. Vandamál barna voru hennar helsta hugarefni, en samt sinnti hún eigin börnum illa. Henni þótti vænt um og virti eiginmann sinn, en elskaði þó ávallt annan. Hún var hörð í mörgum viðhorfum sínum, en kippti sér þó lítið við það að uppgötva samkynhneigð eigin sonar. Og hún var köld og ófélagslynd í framkomu, en laðaði engu að síður að sér fólk.

Í seinni hluta sögunnar mýktist persóna Ranghildar. Hún dró úr vinnu og fór að sinna fjölskyldu sinni meira. Síðustu orð hennar til dóttur sinnar, Lillu, voru „góða ferð besta barn“, og fengu Lillu loks til að finnast hún vera móðir sín.