Ragna Róbertsdóttir
Ragna Róbertsdóttir (f. 1945 í Reykjavík) er íslensk myndlistarkona. Hún er menntuð hér á landi og í Svíþjóð.
Ævi og menntun[breyta | breyta frumkóða]
Ragna Róbertsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar á tíma Kurt Zier og Harðar Ágústssonar. Þá var enn lögð mikil áhersla á teikningu í skólanum og var nemendum þar kennt grundvallaratriði í beitingu ólíkrar tækni og miðla. Eftir að hafa lokið framhaldsnámi við Konst-fac skólanum í Stokkhólmi á árunum 1970-1971, tók Ragna þátt í vakningu sem varð meðal kvenna í myndlist á áttunda áratugnum.
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
Ragna stofnaði, ásamt 11 konum, Gallerí Langbrók í Reykjavík en voru síðustu sýningarnar þar árið 1985. Þegar tók að líða á níunda áratuginn fór Ragna að gera list sína að þeirri sem hún er þekktust fyrir í dag. Þá urðu jarðefni ráðandi efniviður í verkum hennar en mörg þeirra eru gerð úr torfi og hraungrýti. Torf eru sett saman í stórar rúllur, sem mynda misstór rýmisverk eða hraungrýti lagt ofan á rýmisverkin en hraungrýtið hefur verið sagað niður í litlar einingar sem er síðan raðað upp. Hún hefur aðallega sýnt á Íslandi en einnig í öðrum löndum, eins og Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi og Noregi.
Helstu Sýningar[breyta | breyta frumkóða]
Listasafnið á Akureyri 2013: Um sýningu Guðrúnar Einarsdóttur og Rögnu Róbertsdóttur eftir Margréti Ólafsdóttur [1]
i8 Gallery ,17. janúar 2013: Ragna Róbertsdóttir [2]
Listasafn Íslands 2003: Á mörkum málverksins[3]
Akademie Schloss Solitude 1999: Two landscapes
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ http://www.listak.is/is/syningar/lidnar-syningar/2013/gudrun-einarsdottir-og-ragna-robertsdottir
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 19. nóvember 2015.
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3699856
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Ragna Róbertsdóttir á vef umm.is Geymt 2016-03-04 í Wayback Machine
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- [https://web.archive.org/web/20160305143414/http://i8.is/artist/ragna-robertsdottir-2/shortbio/ Geymt 2016-03-05 í Wayback Machine Skrá yfir sýningar Rögnu á vef Gallerí i8]
