Gallerí Langbrók
Gallerí Langbrók var stofnað í Reykjavík 1978 af 12 íslenskum myndlistarkonum[1]. Galleríið var fyrst til húsa að Vitastíg 12, 101 Reykjavík og opnaði formlega 20. júlí 1978.
Galleríið, nefnt eftir Hallgerði langbrók, seldi listaverk og listmuni Langbróka eins og þær kölluðu sig í daglegu tali, sem og verk í umboðssölu eftir aðra myndlistarmenn[2]. Keramik, vefnaður, tauþrykk í metravöru, handþrykktir púðar, textílvörur, fatnaður, nytjalist, grafík og teikningar var meðal þess sem galleríið bauð til sölu[3][4]. Gallerí Langbrók stóð einnig fyrir myndlistarsýningum innan hópsins og utan, á veggjum gallerísins og í öðrum sýningarrýmum[5][6][7][8].
1980 flutti Gallerí Langbrók í Landlæknishúsið á Bernhöftstorfu, Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík. Galleríð opnaði þar, eftir viðamiklar endurbætur á húsnæðinu, með sýningu allra 14 Langbróka á Listahátíð í júní 1980[9][10]. Leigusamningur var gerður til fimm ára við Torfusamtökin. Langbrækur unnu af sér leigu að hluta við uppbyggingu á Landlæknishúsinu undir stjórn Halldórs Backmanns, sem var flinkur smiður með verndunarsjónarmið í öndvegi. Í húsnæði gallerísins að Amtmannsstíg voru þrjú rými. Fremsta rýmið var vinsæll sýningarsalur fyrir myndlistarsýningar og innri rýmin tvö sett upp sem sölurými fyrir listmuni.[11]
Gallerí Langbrók var lagt niður haustið 1985 þegar leigusamningurinn við Torfusamtökin rann út. Þá hættu flestar Langbrækur í galleríinu en héldu áfram sjálfstæðri listsköpun. Nokkrar fengu liðsauka og stofnuðu Gallerí Gangskör[12] sem tók við húsnæðinu á Amtmannsstíg 1 snemma árs 1986. Hluti úr textílhópi gallerísins hélt nafninu og opnaði textílgallerí[13] á Bókhlöðustíg 2 haustið 1985 ásamt nokkrum nýjum textíllistakonum. Gallerí Langbrók-textíll, sem starfaði til 1989, var einnig með sýningarsal á sama stað sem kallaðist Gallerí Hallgerður[14][15].
Langbrækur urðu samtals 24 og komu úr flestum greinum myndlistarinnar. Þær héldu fjölmargar sýningar; ýmist allar saman, einar eða í smærri hópum. Allar starfa þær ötullega að listsköpun og má finna verk eftir þær á söfnum, galleríum, við opinberar stofnanir, í bókum, heimilum og einkasöfnum.
Langbrækur
[breyta | breyta frumkóða]Stofnfélagar 1978:[16]
- Ásrún Kristjánsdóttir - tauþrykk
- Eva Vilhelmsdóttir - fatahönnun
- Guðrún Auðunsdóttir - tauþrykk og textílhönnun
- Guðrún Gunnarsdóttir - listvefnaður og textílhönnun
- Guðrún Marinósdóttir - tauþrykk og textílhönnun
- Kolbrún Björgólfsdóttir - leirlist
- Ragna Róbertsdóttir - listvefnaður og tauþrykk
- Sigrún Guðmundsdóttir - textílhönnun
- Sigrún Eldjárn - grafík og teikning
- Sigurlaug Jóhannesdóttir - listvefnaður (hætti tímabundið1979)
- Steinunn Bergsteinsdóttir - tauþrykk og textílhönnun
- Þorbjörg Þórðardóttir - listvefnaður og tauþrykk
1979 bættust þrjár nýjar í hópinn:
- Elísabet Haraldsdóttir - leirlist
- Guðný Magnúsdóttir - leirlist
- Jóhanna Þórðardóttir - tauþrykk og skúlptúr
1983 bættust tíu nýjar í hópinn:[17]
- Aðalheiður Skarphéðinsdóttir - tauþrykk og grafík
- Borghildur Óskarsdóttir - leirlist
- Edda Jónsdóttir - grafík og teikning
- Edda Óskarsdóttir - leirlist
- Guðrún Svava Svavarsdóttir - málverk og teikning
- Lísbet Sveinsdóttir - leirlist og gler
- Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) - teikning og vatnslitur
- Sigurlaug Jóhannesdóttir - listvefnaður (kom aftur, hætti tímabundið 1979)
- Sigrid Valtingojer - grafík
- Valgerður Bergsdóttir - grafík og teikning
Myndlistarsýningar í Gallerí Langbrók
[breyta | breyta frumkóða]- 1978 J. Van de Brand[18] - málverk
- 1979 Kolbrún Björgólfsdóttir - keramik[19]
- 1980 14 Langbrækur sýna Smælki á Amtmannsstíg 1 á Listahátíð í Reykjavík[20]
- 1980 Ómar Skúlason og Sigurður Örlygsson - samsýning[21]
- 1980 Sigrún Eldjárn - teikningar með vatnslitaívafi[22]
- 1981 Valgerður Bergsdóttir - teikningar[23]
- 1981 Ingibjörg Soffíu- og Sigurðardóttir - Ullarleikur[24]
- 1981 Edda Jónsdóttir - collage og grafík[25]
- 1981 Ragna Ingimundardóttir, Rósa Gísladóttir og Sóley Eiríksdóttir - keramik[26]
- 1981 Guðbergur Auðunsson - blönduð tækni[27]
- 1981 Agneta Backlund - listvefnaður[28]
- 1981 Satos Michou - ljósmyndir með blandaðri tækni[29]
- 1981 Byrån - fatnaður frá Svíþjóð[30]
- 1981 Guðrún Gunnarsdóttir - myndvefnaður[31]
- 1981 Ragna Róbertsdóttir - tauþrykk[32]
- 1982 Guðrún Auðunsdóttir - tauþrykk
- 1982 Sigrún Guðmundsdóttir - barnaföt
- 1982 Brian Pilkington - málverk
- 1982 Eva Vilhelmsdóttir - leður
- 1982 Sýning allra 14 Langbróka á Listahátíð - Smælki '82
- 1982 Kolbrún Björgólfsdóttir - keramik
- 1982 Eva Werdenich-Maranda - keramik og grafík
- 1982 AG.AU. - finnskir gull- og silfursmiðir
- 1982 Edda Jónsdóttir - polaroid skúlptúrar
- 1982 Ásdís Sigurþórsdóttir - sáldþrykk
- 1982 Torfusamtökin - fjáröflunarsýning með verkum 98 listamanna
- 1983 Ólafur Th. Ólafsson - vatnslitamyndir
- 1983 Sigrid Valtingojer - grafík og teikningar
- 1983 Hjördís Bergsdóttir - textíll
- 1983 Brynhildur Þorgeirsdóttir - glerskúlptúrar
- 1983 Jóhanna Þórðardóttir - lágmyndir
- 1983 Tíu nýjar Langbrækur sýna saman
- 1983 Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen - Gler í Bergvík
- 1983 Kristján Kristjánsson - póstkort með blandaðri tækni
- 1983 Elísabet Haraldsdóttir og Ásrún Kristjánsdóttir - keramik og silkiþrykk
- 1983 Sigurður Örn Brynjólfsson - teikningar
- 1983 Örlygur Kristinsson - olíumálverk
- 1984 Sigurlaug Jóhannesdóttir - listvefnaður
- 1984 Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) - steinleirsmyndir og teikningar
- 1984 Sigrid Valtingojer - grafík og teikningar
- 1984 Eva Vilhelmsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir og Borghildur Óskarsdóttir - skinnfatnaður, postulín og keramik
- 1984 Steinunn Bergsteinsdóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir - fatnaður og skartgripir
- 1984 Zdenka Rusova - grafík
- 1984 Outi Heiskanen - grafík
- 1984 Ragna Ingimundardóttir - keramik
- 1984 Edda Jónsdóttir og Guðný Magnúsdóttir - grafík og keramik
- 1984 Borghildur Óskarsdóttir - keramik
- 1984 Eva Vilhelmsdóttir og Lísbet Sveinsdóttir - leðurfatnaður og jarðbrenndur leir
- 1985 Guðrún Auðunsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Ragna Róbertsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir - vefnaður og textíll
- 1985 Rúrí og Grímur Marinó Steindórsson - skartgripir úr áli og stáli
- 1985 Sjón - Nobody's Baby Dolls tauskúlptúrar
- 1985 Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) - teikningar og smámyndir
- 1985 Kristín Þorkelsdóttir - vatnslitamyndir
- 1985 Kunito Nagaoka - grafík
- 1985 Valgarður Gunnarsson - málverk
- 1985 Ína Salóme - textílverk
- 1985 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir - myndverk og slæður
- 1985 Valdimar Harðarson - Fellistóllinn Sóley
Samsýningar Langbróka utan Gallerísins
[breyta | breyta frumkóða]- 1978 Stúdentakjallarinn - sýnishorn af því sem fæst í Gallerí Langbrók[33]
- 1979 Kjarvalsstaðir - Langbrækur á sumarsýningu Kjarvalsstaða[34]
- 1980 Kjarvalsstaðir - Nordisk Textiltriennal. Nokkrar Langbrækur ásamt fleirum[35]
- 1984 Bogasalur Þjóðminjasafnsins - Allar 24 Langbrækur sýna saman[36]
- 1984 Laxdalshús á Akureyri - 19 Langbrækur sýna saman[37]
Heimildir og tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Þjóðviljinn - 152. tölublað (20.07.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 171. tölublað (01.08.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Lystræninginn - 12. tölublað (01.05.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 16. tölublað (20.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Vísir - 223. Tölublað (15.09.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - Hvað er á seyði um helgina? (07.11.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 255. tölublað (15.11.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 25. tölublað (31.01.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 140. tölublað (25.06.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Tíminn - 110. Tölublað (23.05.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Tíminn - 151. Tölublað (12.07.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Helgarpósturinn - 9. tölublað (27.02.1986) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „NT - 212. tölublað (31.08.1985) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 22. október 2024.
- ↑ Tryggvadóttir 1984-, Sólveig Ása B. (2011-01). „Kvenrembur og listaspírur.“ Gallerí Langbrók 1978-1986: Listiðn og nytjalist kvenna á tímum kvennabaráttu (Thesis thesis).
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - DV um helgina (13.03.1987) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Þjóðviljinn - 152. tölublað (20.07.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - Helgardagskrá (24.06.1983) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Vísir - 223. Tölublað (15.09.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - 204. tölublað (19.09.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 140. tölublað (25.06.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 247. tölublað (06.11.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - Hvað er á seyði um helgina? (14.11.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - 37. tölublað (13.02.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Vísir - 63. Tölublað (17.03.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 91. tölublað (25.04.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 119. tölublað (30.05.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 130. tölublað (13.06.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - Hvað er á seyði um helgina? (21.08.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Þjóðviljinn - 196.-197. tölublað - Blað I (05.09.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - 220. tölublað (29.09.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 243. tölublað (30.10.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Vísir - 260. Tölublað - Helgarblað (14.11.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið - 251. tölublað (10.11.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 152. tölublað (06.07.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 93. tölublað (24.04.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. október 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 123. tölublað (31.05.1984) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. október 2024.
- ↑ „Dagur - 81. tölublað (18.07.1984) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. október 2024.