Raffaello Sanzio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjálfsmynd af Rafael

Raffaello Sanzio da Urbino betur þekktur sem Rafael (6. apríl 14836. apríl 1520) var ítalskur listmálari og byggingameistari á endurreisnartímanum. Einkenni á verkum hans eru einföld form, áreynslulaus myndbygging og sjónræn útfærsla nýplatónsku hugmyndarinnar um mikilfengleika mannsins.[1] Rafael er gjarnan nefndur í sömu andrá og aðrir tveir endurreisnarmeistarar frá Toscana á sama tímabili: Leonardo da Vinci og Michelangelo.[2]

Faðir hans var hirðmálari í menningarborginni Úrbínó. Árið 1504 hélt hann til Flórens. Árið 1508 flutti hann til Rómar þar sem hann var strax ráðinn af Júlíusi 2. til að mála sum af herbergjunum í páfahöllinni í Vatíkaninu. Árið 1515 fékk hann það verkefni að sjá um skráningu og varðveislu fornra höggmynda í Vatíkansafninu. Þrátt fyrir að deyja tiltölulega ungur, var hann mjög afkastamikill, rak stórt verkstæði og skildi eftir sig mikið magn verka. Hann hafði mikil áhrif í Róm á meðan hann lifði en utan borgarinnar var hann aðallega þekktur fyrir prentmyndir sem Marcantonio Raimondi gerði eftir verkum hans.

Eftir andlát Rafaels urðu áhrif keppinautar hans, Michelangelos, meiri og útbreiddari. Stilling og jafnvægi mynda hans komst aftur í tísku á 18. og 19. öld þar sem hann hafði áhrif á Nasarenana og Düsseldorf-skólann. Forrafaelítarnir á Englandi snerust hins vegar gegn þessum áhrifum hans. Ferli Rafaels hefur verið skipt í þrjú tímabil, eftir Giorgio Vasari: fyrstu árin í Úmbríu, síðan um fjögur ár (1504-1508) þar sem hann tileinkaði sér málaralist frá Flórens, og að síðustu 12 ára hápunktur ferils hans í Róm, sem hirðmálari tveggja páfa.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. On Neoplatonism, see Chapter 4, "The Real and the Imaginary" Geymt 16 desember 2018 í Wayback Machine, in Kleinbub, Christian K., Vision and the Visionary in Raphael, 2011, Penn State Press, ISBN 978-0271037042
  2. Sjá t.d. Honour, Hugh; Fleming, John (1982). A World History of Art. London: Macmillan Reference Books. bls. 357. ISBN 978-0333235836. OCLC 8828368.
  3. Vasari, Giorgio (1568). Le vite de' più eccellenti pittori, scultori e architettori. Firenze.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.