Michelangelo Buonarroti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Michelangelo)
Stökkva á: flakk, leita
Teikning af Michelangelo eftir Daniele da Volterra.

Michelangelo di Lodovico Buonarroti (6. mars 147518. febrúar 1564) var ítalskur myndhöggvari, listmálari og arkitekt sem uppi var á endurreisnartímanum. Hann var gríðarlega fjölhæfur listamaður, vann ótrúlegt magn stórra listaverka og skildi jafnframt eftir sig mikið af bréfum, skyssum og minningaritum. Hann er sá listamaður 16. aldar sem hvað mest er vitað um. Með frægustu verkum hans eru höggmyndirnar Davíð og Pietà, freskurnar í loftinu í Sixtínsku kapellunni og hvolfþakið á Péturskirkjunni í Róm.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.