Úrbínó
Úrbínó er víggirt borg í héraðinu Marke á Ítalíu, suðvestan við höfuðstað héraðsins, Pesaró. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO vegna ríkulegra minja frá endurreisnartímanum, einkum frá þeim tíma þegar Friðrik frá Montefeltro ríkti yfir borginni 1444 til 1482. Úrbínóháskóli var stofnaður 1506.