Fara í innihald

Rómafólk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rómanar)

Rómafólk, Rómanar eða sígaunar er þjóðflokkur flökkufólks, sem talinn er hafa tekið sig upp frá Indlandi[1]. Fyrst fara sögur af Rómafólki í Evrópu á árunum 835 e.Kr. til ársins 1000. Talið er að rómafólk hafi flusts til Grikklands í byrjun 14. aldar[1]. Undir lok 14. aldar setjast þeir að í Vestur-Evrópu og koma eftir tveimur leiðum, annars vegar meðfram ströndum Miðjarðarhafsins og hins vegar þvert yfir Mið-Evrópu. Þeir settust að í Ungverjalandi á 14. öld og ekki leið á löngu þar til sett voru lög um að þeir skyldu vera handteknir og hnepptir í þrældóm. á 15. öld hafði rómafólk verið bannað frá nánast öllum vestur-Evrópu ríkjum[2]. Rómafólk var ófsótt í Evrópu í alda raðir og ásakað um glæpi og aðra óreglu vegna flökkumenningar sinnar[2]. Í Rúmeníu var rómafólk hreppt í þrældóm af bændum og selt á uppboðum allt til ársins 1856[1]. Nasistar stunduðu þjóðarmorð á rómafólki og talið er að um 400.000 rómafólk hafi verið myrt í seinni heimstyrjuöldinni[1], þar af um 20.000 í Auschwitz[3]. Miklir fordómar gagnvart rómafólki hafa viðhaldist í Evrópu og það var ekki fyrr en 1965 þar sem Vestur-Þýskaland viðurkenndi að ríkið hafi ofsótt rómafólk vegna kynþáttar þeirra fyrir árið 1943[3]. Árið 1982 viðurkenndi Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands að þýskt rómafólk hafi verið fórnarlömb þjóðarmorðs[3].

Í dag býr flest rómafólk í austur-Evrópu[1] en hafa flust um allan heim frá miðri 20. öld[2].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?“. Vísindavefurinn. Sótt 20. febrúar 2023.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Roma | People, Meaning, History, Language, Lifestyle, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 20. febrúar 2023.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Genocide of European Roma (Gypsies), 1939–1945“. encyclopedia.ushmm.org (enska). Sótt 20. febrúar 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.