Fara í innihald

Bjöllulilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pyrola grandiflora)
Bjöllulilja
Bjöllulilja í Upernavik í Grænlandi
Bjöllulilja í Upernavik í Grænlandi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Pyrola
Tegund:
Bjöllulilja (P. grandiflora)

Tvínefni
Pyrola grandiflora
Útbreiðsla P. grandiflora í Norður Ameríku
Útbreiðsla P. grandiflora í Norður Ameríku
Samheiti

Pyrola occidentalis (R. Br. ex D. Don) Alef.
Pyrola rotundifolia grandiflora (Radius) Fern. ex A. P. Khokhrjakov
Pyrola rotundifolia grandiflora (Rad.) V. G. Sergienko
Pyrola occidentalis R. Br. ex D. Don
Pyrola grandiflora gormanii (Rydb.) A. E. Porsild
Pyrola grandiflora canadensis (Andres) A. E. Porsild
Pyrola gormanii Rydb.
Pyrola canadensis H. Andres
Pyrola borealis Rydb.

Bjöllulilja (fræðiheiti: Pyrola grandiflora) er tegund blómplantna af lyngætt. Bjöllulilja vex nyrst í N-Ameríku og einnig á Íslandi.

Útlit og einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Bjöllulilja hefur egglaga eða sporbaugótt græn blöð, þykk og skinnkennd. Blómin eru í stuttum og gisnum klasa. Krónublöðin eru hvítleit, oft með bleikum æðum, um 15 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 2 mm og brúnleit til bleik. Blómin hafa eina purpurarauða frævu og tíu fræfla.[1]

Bjöllulilja líkist helst grænlilju (Orthilia secunda) en hún hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1] Klukkublóm er með fleiri og smærri blóm auk þess að vera með minni gljáa á efra borði.

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er bjöllulilja fremur sjaldgæf tegund sem finnst helst í röku landi upp í 380m yfir sjó, einkum norðaustanlands.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Bjöllulilja - Pyrola grandiflora. Sótt þann 2. september 2023.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.