Klukkublóm
Klukkublóm | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Pyrola minor | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pyrola rosea Sm. |
Klukkublóm (fræðiheiti: Pyrola minor) er tegund blómplantna af lyngætt. Klukkublóm vex víða um norðurslóðir, meðal annars á Íslandi.
Útlit og einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Klukkublóm hefur egglaga eða sporbaugótt græn blöð og smærri hreisturkennd háblöð inn á milli laufblaðanna og upp á stöngli. Blómin eru með stuttan blómstilk og eru borin nokkur saman í 1,5-3 cm löngum klösum. Krónublöðin eru hvítleit, oft með bleikum kanti, um 5 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 2 mm og dökkrauð. Blómin hafa eina frævu og tíu fræfla.[1]
Klukkublóm líkist helst grænlilju (Orthilia secunda) en hún hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1] Bjöllulilja er stærri og með færri blóm auk þess að vera með skinnkenndari blöð með meiri gljáa á efra borði.
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Á Íslandi vex klukkublóm bæði á láglendi og upp í um 900 metra hæð, í skóglendi, lyngbollum, snjódældum og giljum.[1]
Samlífi
[breyta | breyta frumkóða]Klukkublóm á Íslandi er þekktur hýsill fyrir klukkublómsryðsvepp.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Klukkublóm - Pyrola minor. Sótt þann 2. september 2023.
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. bls. 124 Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X