Fara í innihald

Przewalski hesturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Przewalski hesturinn

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hófdýr (Perissodactyla)
Ætt: Hestaætt (Equidae)
Ættkvísl: Hestar (Equus)
Tegund:
Przewalski Hesturinn

Tvínefni
Equus ferus przewalskii
Heimkynni Przewalski hestsins
Heimkynni Przewalski hestsins

Przewalski hesturinn (fræðiheiti: Equus ferus przewalskii) er spendýr af hestaætt. Przewalski hesturinn eða Dzungarian hesturinn er mjög sjaldgæfur og er í mestri útrýmingarhættu af þeim villtu hestum sem finnast á sléttum Mið-Asíu. Hesturinn var áður útdauður á sléttum Mongólíu, sást þar síðast árið 1966, en hestar þessarar tegundar hafa nýlega sést aftur í þjóðgarðinum Khustain Nuruu í Mongólíu. Przewalski hesturinn er nefndur eftir rússneska landfræðingnum og landkönnuðinum Nikolai Przevalsky.

Flest villt hross í dag svo sem ameríski mustanginn og ástralski brumbyinn eru komnir af tömdum hestum sem sluppu og aðlöguðust lífinu í villtri náttúrunni. Hins vegar hefur Przewalski hesturinn aldrei verið taminn og er enn þann dag í dag eini villti hesturinn sem hefur aldrei verið taminn. Przewalski hesturinn er einn af þremur þekktum undirtegundum af Equus ferus, hinar eru Equus ferus caballo og útdauða tegundin tarpan, Equus ferus ferus, en þær voru þó stundum tamdar. Nokkrar tegundir innan hestaættarinnar eru reyndar ennþá til ótamdar, en þar er um að ræða meðal annars þrjár tegundir af sebrahestum, ýmsar undirtegundir afrísku asnanna, villtu Mongólíuasnana og villtu asnana í Tíbet.

Staða Przewalski hestsins í dag[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin er búin að vera útdauð í villtri náttúrunni til ársins 2008. Orsök útrýmingarinnar voru veiðar, loftslag, tap búsvæða og missir vatnsbóla. Það var gert endurmat á hestunum árið 2008 og eru þeir flokkaðir í bráðri hættu. Eins og er eru um 1500 dýr eftir í dýragörðum.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Przewalski hesturinn.

Przewalski hesturinn er 122 - 142 cm á stærð og 2 m á lengd og vega 300 kg. Þeir eru oftast bleikálóttir með svarta bletti um allan skrokkinn, þeir eru rjómalitir á kviðinn með dekkri ál á bakinu. Höfuðið er stórt með hátt nef, þykkan kjálka, lítil eyru, þykkan háls, lítið fax en engan ennistopp og hesturinn er mjög skrokkmikill. Þetta eru litlir og harðgerðir hestar sem geta lifað án vatns og matar í langan tíma. Eitt af því sem skilur að nútímahestinn og Przewalski hestinn er það að Przewalski hesturinn er með 66 litninga en nútímahesturinn með 64.

Æxlunarferlið[breyta | breyta frumkóða]

Merarnar ná kynþroska 2 vetra en fjölga sér ekki fyrr en þær eru 3 vetra. Graðhestar ná ekki kynþroska fyrr en þeir eru 3 vetra. Merarnar fara oftast í hestalæti á vorin og sumrin og eru þá með egglos og tilbúnar til æxlunar en þó eru sumar merar tilbúnar allt árið um kring. Stóðhestar geta æxlast allt árið um kring. Folöldin fæðast síðan 11-12 mánuðum eftir getnað eða eftir 330-350 daga, sem er oftast á sumrin (maí-júlí).

Atferli[breyta | breyta frumkóða]

Przewalski hesturinn er hjarðdýr og í hverri hjörð eru einn stóðhestur og nokkrar merar. Ungir graðhestar af þessari tegund mynda hjarðir þangað til þeir finna merar til þess að stofna sína eigin hjörð. Graðhestarnir keppa hver við annan um merar í stóð sitt.

Nokkrar staðreyndir um Przewalski hestinn[breyta | breyta frumkóða]

  • Przewalski hesturinn hefur aldrei verið taminn til reiðar, sem segir okkur að hann er eini sanni villti hesturinn sem er til í dag.
  • Mongólska heitið fyrir þessa hesta er "takhi" sem þýðir "andi".

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]