Einarsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 60°42′N 46°02′V / 60.700°N 46.033°A / 60.700; 46.033

Fjallið Illerfissalik (Búrfell) við botn Einarsfjarðar.

Einarsfjörður (g. Igalikup Kangerlua eða Igaliko-fjorden) er fjörður skammt frá Eiríksfirði á Grænlandi, annar meginfjörður hinnar fornu Eystribyggðar. Þar voru Garðar, biskupssetur Grænlands og önnur besta jörðin í Eystribyggð á eftir Bröttuhlíð.

Einarsfjörður var nefndur eftir Einari Þorgeirssyni, en faðir hans var Þorgeir leysingi en ekki er vitað um föðurnafn hans. Í Eiríks sögu rauða segir að Einar hafi beðið Guðríðar Þorbjarnardóttir en faðir hennar hafi ekki viljað gifta hana þrælssyni.

Fjörðurinn er 65 kílómetra langur og stendur bærinn Qaqortoq við fjörðinn.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.