Fara í innihald

Pottaplanta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Indíánafjöður (Sansevieria trifasciata 'Laurentii')
Pottaplöntuhús á Reykjum, Hveragerði

Pottaplöntur eru plöntur sem ræktaðar innandyra í heimahúsum og oftast í blómapottum.

Umhverfi plantna er lokað og með loftslagsstýringu (t.d. stofa, vinnu- eða, frítímaherbergi, þjónustusvæði, salur). Andstætt við garðplöntur sem ræktaðar eru til notkunar utandyra. Hér er líka munur á kerplöntum sem ræktaðar eru til að standa úti yfir sumarið. Flestar pottaplöntur eru ræktaðar í sérstakri mold vegna þess að þeirra náttúrulegi jarðvegur er ekki í boði. Pottastærð stjórnar endanlegri stærð plöntu. Aðeins á stærri svæðum þar sem plöntur eru notaðar í heimahúsum, gróðurskálum, opinberum byggingum og skrifstofuhúsnæði eru stærri beð þar sem plönturnar standa í sínum náttúrulega jarðvegi.

Eiginleikar pottaplantna

[breyta | breyta frumkóða]

Pottaplöntur af mörgum tegundum þrífast í heimahúsum vegna aðlögunarhæfileika sinna að loftslagi í sínum náttúrulegu heimkynnum. Grunnskilyrði eru að plönturnar séu rétt staðsettar, fái rétt hitastig, birtu, vökvun o.fl. miðað við lífsskilyrði þeirra í heimkynnum sínum.

Algengastar í ræktun eru þær tegundir sem aðlagast vel loftslaginu í heimkynnum mannsins. Á heimilum er lofthiti oftast milli 18°C og 21°C og rakastig um 60%. Oftast þurfa plöntur hærri raka en maðurinn, þess vegna þarf t.d. að úða plöntuna þar sem þær standa.

Öruggt er að plöntur hafa mikilvæg áhrif á umhverfi mannsins. Þær binda skaðleg efni úr loftinu (eins og formaldehýð, ammóníak), búa til úr þeim kolefnissamtekningar og hreinsa með því andrúmsloftið (skv. staðfestum rannsóknum frá NASA).

Hitabeltisregnskógar. Flestar pottaplöntur eiga í heimkynni í hitabeltisregnskógum og nágrannasvæðum þeirra. Dagurinn er 12 klst. allan ársins hring og úrkoman regluleg yfir allt árið. Meðaltalshitastig er háð hæð svæðisins yfir sjó. Í regnskógum undir 600 m yfir sjó er hitastig reglulegt milli 24°C og 26°C, aftur á móti í regnskógum yfir 600 m er meðaltalshitastig hinsvegar aðeins um 10°C. Birtuhlutfall er mjög misjafnt og skriðular, jarðlægar jurtir þola vel skugga, klifurplöntur og ásætuplöntur þurfa meiri birtu. Sem dæmi um pottaplöntur úr hitabeltisregnskógum má nefna ættir eins og Bromelia, Orchidea eða Philodendron. Þessar plöntur skreyta mikið því þær líta vel út allt árið og þær þurfa engan hvíldartíma.

Sjálfendurnýjanlegir skógar. Öfugt við hitabeltisregnskóga eru á þessu svæði regnlaus eða þurrklaus tímabil. Tegundir úr sjálfendurnýjanlegum skógum þurfa vaxtar- og hvíldartíma. Til að ná árangri við ræktun tegunda frá þessum svæðum þarf að hugsa um hvíldartímann. Dæmigerðar tegundir eru Hippeastrum og Clivia miniata.

Hitabeltisgresjur. Þær eru í hitabeltinu og þar er að finna margar undirtegundir landslags. Plöntur sem vaxa á þessum svæðum eru aðlagaðar þurrkatímum og lágum loftraka (þykkblöðungar og kaktusar). Stundum er æskilegt að hafa kallt á plöntunum til að ná fram blómgun næsta ár. Plöntur af hitabeltisgresjum eru t.d. kranskollar, mjólkursafajurtir og Sansevieria trifasciata).

Hitabeltisskógar. Einkenni hitabeltisskóga er að daglengd breytist eftir árstímum og vetur eru vægir en með mikilli úrkomu. Á sumrin er hinsvegar sjaldan rigning og það getur orðið mjög heitt. Af þessum svæðum eru á heimilum okkar tegundir eins og Myrtus, Nerium oleander og Ficus.

Temprað belti. Aðeins fáar tegundir af þessu svæði eru seldar sem inniplöntur. Nefna má Hedera helix, Saxifraga stolonifera og Carex. Þessar plöntur þrífast ekki nema við kaldar aðstæður.

Skipting í hópa

[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að skipta pottaplöntur upp í tvö aðalhópa: Blómstrandi plöntur (afturkomandi blóm) og græn- og blaðplöntur (sérstakt laufblöð).

Nokkur blómstrandi plöntur (blómplöntur): Alparós (Azalea indica), Hawairós (Hibiscus rosa-sinensis), Jólastjarna (Euphorbia pulcherrima), Pálsjurt (Saintpaulia ionantha), Alpafjóla (Cyclamen persicum)

Dæmi um græn- og blaðplöntur: Benjamínsfíkjutré (Ficus benjamina), Indíanafjöður (Sansevieria trifasciata), Bergflétta (Hedera helix), Mánagull (Epipremnum aureum), Rifblaðka (Monstera deliciosa), Stofufíkjutré (Ficus elastica), Tígurskrúð (Codiaeum variegatum), Piperax (Peperomia caperata), Schefflera -tegundir, Stofuáralia (Fatsia japonica), Sómakólfur (Zamioculcas zamiifolia)

Blómstrandi plöntur með skrúðlauf: Kóngaskáblað (Begonia rex), Bromeliaceae, t.d. Sveigblað (Aechmea fasciata), Silfurfjöður (Aphelandra squarrosa), Veðhlaupari (Chlorophytum comosum), Gyðingurinn gangandi (Tradescantia fluminensis), Stofulind (Sparmannia africana)

Fleiri pottaplöntuhópar:

 • Burknar
 • Pálmar
 • Kylfurætur, drekatré og júkkur
 • Páfuglsplöntur
 • Fíkjutré
 • Kólfblóm
 • Blaðjurtir
 • Bergfléttur og skyldar tegundir
 • Hengi- og klifurjurtir
 • Blómjurtir
 • Jurtir af Ananasætt
 • Brönugrös
 • Kaktusar
 • Mjólkurjurtir
 • Safajurtir
 • Skordýraætujurtir
 • Kerplöntur