Mjólkursafajurtir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjólkursafajurtir
Euphorbia cf. serrata
Euphorbia cf. serrata
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae)
Ættkvísl: Mjólkursafajurtir (Euphorbia)
L.
Samheiti
  • Chamaesyce
  • Elaeophorbia
  • Endadenium
  • Monadenium
  • Synadenium
  • Pedilanthus

Mjólkursafajurtir (fræðiheiti: Euphorbia) eru ættkvísl þykkblöðunga af ættinni Euphorbiaceae. Í ættkvíslinni eru yfir 2.000 tegundir. Mjólkursafajurtum er oft ruglað saman við kaktusa þar sem þær eru þyrnóttar og vaxa í svipuðu mynstri. Einkenni mjólkursafajurta, eins og heiti ættkvíslarinnar gefur til kynna, er hvítur mjólkursafi.[1]

Mjólkursafajurtir eru mjög fjölbreyttar. Sumar tegundir vaxa í þéttum hvirfingum og líkjast súlu eða kúlu. Aðrar tegundir vaxa í þyrnóttum runnum og eru með grannar greinar. Mjólkursafinn sem finnst í jurtinni er eitraður. Hann getur valdið eitingu ef hann lendir á húðina og þrota ef hann lendir í sárum eða augunum.[1]

Margar mjólkursafajurtir eru með þyrna, sem eru í rauninni sérhæfð blöð eða sprotar. Enginn safi finnst í þyrnunum og því eru þeir ekki hættulegir.[1] Mjólkursafajurtir finnast víða um heiminn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 24.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.