Pommern
Útlit
(Endurbeint frá Pomorania)
- Um pólska héraðið, sjá Pommern (hérað).
Pommern (pólska: Pomorze; þýska: Pommern, Pommerellen; kassúbíska: Pòmòrze, Pòmòrskô; latína: Pomerania, Pomorania) er hérað við suðurströnd Eystrasaltsins sem skiptist milli Þýskalands og Póllands um fljótið Oder og nær frá ánni Vislu í austri að Recknitz í vestri.
Póllandsmegin skiptist Pommern í þrjú fylki (województwo): Zachodniopomorskie (Vestur-Pommern), Pomorskie (Pommern) og Kujawsko-Pomorskie (Kujavíska Pommern). Þýskalandsmegin er Pommern hluti af sambandslandinu (Bundesland) Mecklenburg-Vorpommern.
Heitið er samsett af slavnesku orðunum po - við, og morze - sjór enda er liggur svæðið að Eystrasalti.