Pieris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pieris
Pieris japonica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Pieris
D.Don
Vorlitir á Pieris

Pieris [1])[2] er ættkvísl sjö tegunda runna í Lyngætt, ættuð úr fjallasvæðum austur og suður Asíu, austur Norður Ameríku og Kúbu. Þetta eru sígrænir runnar, 1 til 6m háir. Leðurkennd blöðin eru skrúfstæð, og virðast oft vera í hvirfingum í greinaendum með nakta sprota innar; þau eru lensulaga til til egglaga, 2 til 10sm löng og 1 til 3,5 sk breið, og með heilum eða tenntum jaðri. Ný blöð að vori eru yfirleitt með skærum lit. Blómin eru bjöllulaga 5 til 15 sm löng, hvít eða bleik í klasa 5 til 12 sm löngum. Ávöxturinn er viðarkennt hylki sem skiftist í fimm hluta sem losar fjölda smárra fræja.

Pieris tegundir eru fæða fiðrilda af Lepidopteraætt. Þar á meðal Ectropis crepuscularia.

Ættkvíslarnafnið er dregið af staðarheitinu Pieria í Grikklandi, sem samkvæmt grískri goðafræði er heimkynni Menntagyðjanna.[1]

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Þær eru ræktaðar sem skrautplöntur, ekki síst vegna skærra litanna snemma vors, blómanna og sígrænna blaðann. Mismunandi ræktunarafbrigði hafa verið valin fyrir mismunandi vorlit. Þeir vaxa best á skuggsælum stað, í skjóli frá þurrum næðingi að vetri.

Ræktunarafbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi afbrigði hefa fengið Royal Horticultural Societys Award of Garden Merit:-


Eiturhrif[breyta | breyta frumkóða]

Pieris floribunda er þekkt sem mjög eitruð.[16][17]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 http://oxforddictionaries.com/definition/english/pieris
 2. Snið:OED
 3. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Blush'. Sótt 27. maí 2013.
 4. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Cavatine'. Sótt 27. maí 2013.
 5. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Debutante'. Sótt 27. maí 2013.
 6. „RHS Plant Selector - Pieris 'Firecrest'. Sótt 27. maí 2013.
 7. „RHS Plant Selector - Pieris 'Flaming Silver'. Sótt 27. maí 2013.
 8. „RHS Plant Selector - Pieris 'Forest Flame'. Sótt 27. maí 2013.
 9. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Mountain Fire'. Sótt 27. maí 2013.
 10. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Pink Delight'. Sótt 27. maí 2013.
 11. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Prelude'. Sótt 27. maí 2013.
 12. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Purity'. Sótt 27. maí 2013.
 13. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Sarabande'. Sótt 27. maí 2013.
 14. „RHS Plant Selector - Pieris japonica 'Valley Valentine'. Sótt 27. maí 2013.
 15. „RHS Plant Selector - Pieris japonica var. forrestii 'Wakehurst'. Sótt 27. maí 2013.
 16. Pieris japonica North Carolina State University "Poisonous Plants of North Carolina" online reference]
 17. Pieris floribunda (mountain fetterbush)

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]