Fara í innihald

Rauðgreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Picea abies)
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. abies

Tvínefni
Picea abies
(L.) H. Karst.
Náttúruleg útbreiðsla rauðgrenis.[1]
Náttúruleg útbreiðsla rauðgrenis.[1]
Náttúruleg útbreiðsla (grænn) og þar sem því hefur verið plantað (ljósbrúnn) .
Viður rauðgrenis.

Rauðgreni (fræðiheiti: Picea abies) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 35-55 m hæð og 1-1,5 m þvermál stofns. Barrið er nálarlaga, ferkantað með frekar vandséðum varaopslínum á öllum köntum. Rauðgreni hefur mikið útbreiðslusvæði eða allt frá nyrðri heimskautsbaugi í Noregi suður til norð-austurhluta Póllands og austur til Úralfjalla, einnig vex það hátt til fjalla í Mið-Evrópu. Eins og aðrar tegundir grenis er rauðgrenið langlíft og getur náð um 1000 ára aldri.

Rauðgreni á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum 1899 til 1907 var rauðgreni flutt inn frá Noregi og Danmörku í tilraunaskyni af Skógrækt ríkisins. Ungplöntur þrifust illa á berangri. Á fimmta áratug 20. aldar var það aftur flutt inn þegar skógrækt með erlendum trjám var endurvakin. Fram að miðjum áttunda áratug 20. aldar var það eitt af vinsælustu trjám til skógræktar en þá höfðu aðrar trjátegundir sýnt betri vöxt. Rauðgreni þarf skjólgóðan vaxtarstað og þrífst illa í úthafsloftslagi. Það þrífst vel í innsveitum í skógarskjóli. Hæstu tré hafa náð 20 metrum [2][3].

Rauðgreni er mikið notað í skógrækt og í framleiðslu timburs og pappírs. Það er einnig notað sem jólatré.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2017). „Picea abies“. IUCN Red List of Threatened Species. 2017: e.T42318A71233492. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42318A71233492.en.
  2. Tíu teg­und­ir trjáa í 20 metra klúbb­inn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
  3. Skógræktin. „30 metra markið nálgast“. Skógræktin. Sótt 24. október 2020.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.