Fara í innihald

Phyllostachys aureosulcata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Phyllostachys aureosulcata
黄槽竹 - (huáng cáo zhú)
Phyllostachys aureosulcata f. spectabilis
Phyllostachys aureosulcata f. spectabilis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Bambusoideae
Yfirættflokkur: Bambusodae
Ættflokkur: Bambuseae
Undirættflokkur: Shibataeinae
Ættkvísl: Phyllostachys
Tegund:
Ph. aureosulcata

Tvínefni
Phyllostachys aureosulcata
McClure

Phyllostachys aureosulcata, gulgrópar bambus, er harðgerður skriðull bambus með áberandi gula gróp í stönglunum sem er oft ræktaður til skrauts.[1][2]

Þessi bambus getur náð 9m hæð með stönglum sem ná um 4 sm. í ummál. [2] Á svæðum þar sem meðal lágmarkshiti er yfir -15°C, getur hann náð 14m hæð, með ummál að 6,5 sm.[3] Aðalform tegundarinnar hefur dökkgræna stöngla með gulri gróp.[1] Brumhlífar stönglanna eru fjólugrænar oft með gulri rönd.[2] Neðri hlutar stönglanna eiga til að svigna í sikksakk.[4]

Phyllostachys aureosulcata
Phyllostachys aureosulcata
Blöð Phyllostachys aureosulcata
Brum Phyllostachys aureosulcata Lama Temple

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi bambus vex á svæðum frá heittempruðu belti til tempraðs beltis og þolir lágan vetrarhita betur en flestir aðrir bambusar, verandi einn af harðgerðustu bambusunum í ættkvíslinni Phyllostachys.[5] Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis tegundarinnar og og þar sem kaldasti mánuður hefur meðalhita neðan -4°C (25°F), eru laufin ekki sígræn og geta gulnað og fallið.[heimild vantar]

Á svæðum með verulega köldum vetrum (USDA svæði 4 eða kaldari) í nyrðri hluta Bandaríkjanna, norður Asíu, og öðrum köldum svæðum, deyr allur yfirvöxtur ef hiti helst undir -18°C (0°F) í lengri tíma [heimild vantar] en mun vaxa upp aftur að vori upp í 1,8 til 2,4m, jafnvel þó hiti hafi farið niður í -34°C (-30°F). [3]

Phyllostachys aureosulcata er algengur bambus í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og hlutum Ástralíu. Í Kína er hann ræktaður í Bejing og héröðunum Henan, Jiangsu og Zhejiang.[2]


Rætaður aðallega til skrauts, er þessi tegund ein sú besta til framleiðslu á ætum bambussprotum, laus við óþægilegt bragð jafnvel hrár.[6] Kröftug útbreiðsla, með uppréttan vöxt sem er góður í gerði.[3][6]

  1. 1,0 1,1 „Bamboo Garden - Phyllostachys aureosulcata. Sótt 2 júlí 2009.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Phyllostachys aureosulcata in Flora of China“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 janúar 2021. Sótt 2 júlí 2009.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Lewis Bamboo - Phyllostachys aureosulcata (Yellow Groove Bamboo)“. Sótt 24 maí 2011.
  4. „Bamboo Garden - Phyllostachys aureosulcata 'Spectabilis'. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2021. Sótt 2 júlí 2009.
  5. „Hardiness ratings“. Afritað af uppruna á 19 júní 2012. Sótt 19 júní 2012.
  6. 6,0 6,1 Umberto Quattrocchi (2006). CRC World Dictionary of Grasses. CRC. bls. 1705. ISBN 978-0-8493-1303-5.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.