Fara í innihald

Pep Guardiola

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pep Guardiola
Upplýsingar
Fullt nafn Josep Guardiola Sala
Fæðingardagur 18. janúar 1971 (1971-01-18) (53 ára)
Fæðingarstaður    Santpedor, Spánn
Hæð 1,8 m
Leikstaða Varnasinnaður miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Manchester City (þjálfari)
Yngriflokkaferill
1984-1990 FC Barcelona
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1988-1990 FC Barcelona C 8 (1)
1990-1992 FC Barcelona 53 (5)
1990-2001 FC Barcelona 263 (6)
2001-2002 Brescia Calcio 11 (2)
2002-2003 A.S. Roma 4 (0)
2003 Brescia Calcio 13 (1)
2003-2005 Al-Ahli SC 36 (5)
2005-2006 Dorados 10 (1)
Landsliðsferill
1991
1991-1992
1992-2001
1995-2005
Spánn U21
Spánn U23
Spánn
Katalónía
2 (0)
12 (2)
47 (5)
7 (0)
Þjálfaraferill
2007-2008
2008-2012
2013-2016
2016-
FC Barcelona B
FC Barcelona
Bayern München
Manchester City

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Josep "Pep" Guardiola Sala er spænskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður. Hann hefur þjálfað Manchester City frá 2016. Hann á met yfir flesta sigurleiki í röð La Liga, Bundesliga og ensku úrvalsdeildinni. Sem leikmaður var hann lengst af hjá FC Barcelona og vann deildina sex sinnum með félaginu. Hann var í landsliði Spánar og Katalóníu. Pep spilaði sem varnarsinnaður miðjumaður.

Guardiola er sigursæll þjálfari og vann þrefalt á fyrsta tímabilinu með Barcelona; La Liga, Meistaradeild Evrópu og Copa del Rey, Með Bayern sigraði hann deildina öll ár sem hann var þar og með Manchester City hefur hann unnið deildina sex sinnum ásamt fimm bikartitlum. Tímabilið 2022-2023 vann hann Meistaradeildina með Manchester City.

Áberandi samkeppni hefur verið milli hans og Jürgen Klopp stjóra Liverpool FC.

Guardiola hefur stutt sjálfstæði Katalóníu.