Fara í innihald

Palladín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pd)
  Nikkel  
Ródín Palladín Silfur
  Platína  
Efnatákn Pd
Sætistala 46
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 12023,0 kg/
Harka 4,75
Atómmassi 106,42(1) g/mól
Bræðslumark 1828,05 K
Suðumark 3236,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Palladín er frumefni með efnatáknið Pd og sætistöluna 46 í lotukerfinu. Þetta er sjaldgæfur, stálhvítur hliðarmálmur í platínuflokknum og er unninn úr kopar- og nikkelgrýti. Það er aðallega notað sem hvati í iðnaði og í skartgripi.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Palladín er mjúkur, stálhvítur málmur sem efnafræðilega líkist platínu. Það tærist ekki í snertingu við loft og hefur minnsta eðlismassa og lægsta bræðslumark allra málma í platínuflokknum. Það er mjúkt og sveigjanlegt þegar það er dregið og eykst í styrk og hörku þegar það er unnið kalt. Hægt er að vinna efnafræðilega á palladíni með brennisteinssýru og saltpéturssýru en það leysist hægt upp í saltsýru. Þessi málmur hvarfast heldur ekki við snertingu við súrefni við venjulegt hitastig.

Þessi málmur hefur þann óvenjulega eiginleika að geta drukkið í sig 900 sinnum eigið rúmmál af vetni við stofuhita. Tilgátur eru um að það myndi hugsanlega palladínhýdríð (Pd2H) en ekki er ljóst ennþá hvort það sé raunverulegt efnasamband.

Algeng oxunarstig palladíns eru +2, +3 og +4. Þess má þó geta að nýlega hafa verið búin til palladínefnasambönd þar sem palladínið hefur oxunarstigið +6.

Fínskipt palladín er góður hvati og er notað til að hraða vetnisbindingar- og vetnissviptingarferlum, og til að kljúfa jarðolíu. Það er einnig málmblandað og notað í skartgripi. Önnur not má nefna;