Firefly
Firefly | |
---|---|
Tegund | Drama hasar vísindaskáldskapur vestri |
Búið til af | Joss Whedon |
Kynnir | FOX Sci-Fi Channel |
Leikarar | Nathan Fillion Gina Torres Alan Tudyk Moren Baccarin Adam Baldwin Sean Maher Summer Glau Ron Glass |
Höfundur stefs | Joss Whedon |
Upphafsstef | Ballad of Serenity með Sonny Rhodes |
Tónskáld | Greg Edmonson |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 1 |
Fjöldi þátta | 14 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Joss Whedon Tim Minear |
Lengd þáttar | 42 mín. |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | FOX (2002) Sci-Fi Channel (2003) |
Sýnt | 20. september 2002 – 4. ágúst 2003 |
Firefly eru bandarískir vísindaskáldskapar-vestraþættir sem voru samdir af Joss Whedon. Ellefu þættir voru sýndir á FOX-sjónvarpsstöðinni í vitlausri röð haustið 2002 og seinustu þrír voru sýndir á Sci-Fi Channel sumarið 2003. FOX hætti við þættina vegna lélegs áhorfs. Þættirnar fjalla um Malcolm Reynolds árið 2517. Reynolds er fyrrverandi stríðshetja sem vinnur sem smyglari. Hann er skipstjórinn Firefly-geimskipinu Serenity og ferðast þar um sólkerfið ásamt áhöfninni sinni. Þættina skarta Nathan Fillion, Ginu Torres, Alan Tudyk, Morenu Baccarin, Adam Baldwin, Jewel Staite, Sean Maher, Summer Glau og Ron Glass í aðalhlutverkum.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í heimi Firefly-þáttana hafa Bandaríkin og Kína sameinast og myndað The Alliance. Vegna offjölgunnar varð mannfólkið að flytja frá Jörðinni og setjast að á öðrum plánetum sem var breytt til að hafa sama andrúmsloft og Jörðin. Kjarnapláneturnar eru ríkastar og hafa mestu tæknina á meðan flest mannfólkið varð að setjast að í fátækt á ytri plánetunum. Ytri pláneturnar vildu halda sjálfstæði sínu á meðan The Alliance vildi sameina allar pláneturnar sem leiddi til stríðs. Malcolm „Mal“ Reyndols barðist gegn The Alliance en hersveitir ytri plánetanna töpuðu stríðinu. Sex árum síðar vinnur Reynolds sem smyglari í sólkerfi undir einræðisstjórn The Alliance. Hann er skipstjóri Firefly-skipsins Serenity og áhöfn hans samanstendur af stríðsfélaga hans Zoe Washburne, eiginmanni hennar og flugmanni skipsins Hoban „Wash“ Washburne, sendifrúnni Inara Serra sem vinnur sem vændiskona og nýtur mikillar virðingar, málaliðinn Jayne Cobb og vélvirkinn Kaylee Frye. Þegar Mal og áhöfnin hans reyna smygla varningi sem The Alliance er á höttunum eftir reyna þau að fá farþega til að þykjast vera fraktskip. Farþegarnir sem koma um borð eru presturinn Derrial „Shepherd“ Book, læknirinn Simon Tam og systir hans River. Í ljós kemur að systkinin eru eftirlýst af The Alliance eftir að Simon braust inn á stofnun sem var gera tilraunir á heila Rivers sem leiddi til þess að hún hegðar sér undarlega. Mal leyfir systkinunum að vera umborð og gefur Simon stöðu sem læknir skipsins.
Leikarar og persónur
[breyta | breyta frumkóða]- Nathan Fillion sem Malcolm „Mal“ Reynolds skipstjóri
- Gina Torres sem Zoe Washburne
- Alan Tudyk sem Hoban „Wash“ Washburne
- Morena Baccarin sem Inara Serra
- Adam Baldwin sem Jayne Cobb
- Jewel Staite sem Kaywinnet Lee „Kaylee“ Frye
- Sean Maher sem Simon Tam
- Summer Glau sem River Tam
- Ron Glass sem Derrial „Shepherd“ Book
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]1. Serenity
Tvöfaldur upphafsþáttur - Mal og áhöfn hans reyna að losa sig varning sem The Alliance er á höttunum eftir. Þau reyna að taka farþega til að þykjast vera fraktskip og taka umborð prestinn Derrial Book og systkinin Simon og River Tam sem eru eftirlýst af The Alliance.
Handrit og leikstjórn: Joss Whedon
- Serenity var síðasti þátturinn sem var sýndur á FOX.
2. The Train Job
Mal og áhöfnin eru ráðin til að ræna varningi frá the Alliance sem er um borð í lest. Eftir að þeim tekst að stela varningnum komast þau að því að þetta voru lyf fyrir fársjúkan bæ.
Handrit: Joss Whedon og Tim Minear, Leikstjóri: Joss Whedon
- The Train Job var fyrsti þátturinn af Firefly sem var sýndur
3. Bushwacked
Mal og áhöfnin koma að strönduðu skipi sem var undir árás mannætuhóps sem kallast Reavers. En skipafloti Alliance handsamar þau og þurfa Simon og River að fara í felur. Á meðan er eitthvað að hjá eina manninum sem lifði árásina af.
Handrit og leikstjóri: Tim Minear
4. Shindig
Inara er ráðin af ríkum kúnna til að fylgja sér á flott ball. Mal mætir líka til að hitta mann vegna smyglvinnu en lemur kúnnan þegar hann gerir lítið úr Inöru. En þetta þýðir að Mal þarf að mæta kúnnanum í skylmingabardaga til dauða.
Handrit: Jane Espenson, Leikstjóri: Vern Gillum
5. Safe
Áhöfnin stoppar á plánetu einni til selja smyglaðar kýr. Þegar fógetinn kemur verður Book fyrir skoti. Á meðan rænir sveitafólk Simon og River en þegar River sýnir einkennilegan hæfileika telur fólkið hana vera norn.
Handrit: Drew Z. Greenberg, Leikstjóri: Michael Grossman
6. Our Mrs. Reynolds
Eftir að klára verkefni fyrir sveitaþorp eitt er Mal verðlaunað með því að vera gefinn eiginkona. Áhöfnin getur ekki hætt að gera grín að honum og konan hans Saffron virðist mjög fávís og hlíðin en ljós kemur að hún hefur eitthvað að fela.
Handrit: Joss Whedon, Leikstjóri: Vondie Curtis Hall
7. Jaynestown
Þegar áhöfnin kemur á plánetu fyrir verkefni komust þau að því að Jayne er hetja bærjarins. Mal ákveður að nota þetta tækifæri til ljúka verkefninu en yfirvöld plánetunnar eru ekki eins hrifinir af Jayne.
Handrit: Ben Edlund, Leikstjóri: Marita Grabiak
8. Out of Gas
Þegar vél Serenity bilar lendir áhöfnin í lífshættu. Við fáum að sjá í endurlitum hvernig Mal og Zoe fengu Serenity og hvernig þau mynduðu upprunalega áhöfnina (Wash, Kaylee, Inara og Jayne).
Handrit: Tim Minear, Leikstjóri: David Solomon
9. Ariel
Simon ræður áhöfnina til að hjálpa sér að koma River á spítala í Ariel sem undir yfirráðum The Alliance. Jayne sem er orðinn þreyttur á systkinunum slæst í liði með Alliance-fulltrúa til að handsama þau en fulltrúinn svíkur hann.
Handrit: Jose Molina, Leikstjóri: Allan Kroeker
10. War Stories
Wash verður öfundsjúkur út í vinnusamband Mals og Zoear og heimtar að fara með Mal að ljúka verkefni. En því míður handsamar gamall kúnni félagana og lætur pynta þá.
Handrit: Cheryl Cain, Leikstjóri: James Contner
11. Trash
Saffron snýr aftur og sannfærir Mal og áhöfnina að hjálpa sér að stela dýrmætum safngrip. Inara neitar að treysta henni.
Handrit: Ben Edlund og Jose Molina, Leikstjóri: Vern Gillum
- Trash var fyrsti þátturinn sýndur á Sci-Fi Channel.
12. The Message
Mal og Zoe fá sent lík af gömlum stríðsfélaga sem The Alliance er á höttunum eftir. Þau ákveða að flytja hann heim til fjölskyldunnar.
Handrit: Joss Whedon og Tim Minear, Leikstjóri: Tim Minear
13. Heart of Gold
Inara fær Mal og áhöfnina að hjálpa vinkonu sinni Nandi, sjálfstætt starfandi vændiskonu sem á í basli við ríkan landeiganda.
Handrit: Brett Matthews, Leikstjóri: Thomas J. Wright
- Heart of Gold var síðasti þátturinn af Firefly sem var sýndur.
14. Objects in Space
Þegar hugarástand Rivers kemur áhöfninni í hættu þarf Mal að ákveða hvort hann eigi reka River af skipinu. Um nóttina brýst mannaveiðari að nafni Jubal Early inn í Serenity til að ræna River fyrir The Alliance.
Handrit og leikstjórn: Joss Whedon